13. ágúst 2020

Á vordögum þessa árs, rétt eftir að samkomubanni var aflétt, kom yngri dóttir mín til mín og spurði mig hvar ég geymdi Druslukórsbolinn minn. Ég vissi ekkert hvað hún var að tala um þar sem enginn Druslukór væri til. Eftir smá spjall kom í ljós að hún var að rugla saman Druslugöngubolnum mínum og Hinsegin kórs bolnum. Við hlógum mikið að þessu og skrifaði ég eitthvað um þetta á Facebook-síðunni minni. Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstýra Hinsegin kórsins og vinkona mín, skrifaði undir stöðufærsluna að ef ég fyndi fólk til að syngja í þessum kór væri hún tilbúin að stýra kórnum. Að hluta til í gríni.

Ég lét ekki mana mig tvisvar og kannaði strax hvort fólk hefði áhuga á að stofna Druslukórinn.

Móttökur voru vægast sagt góðar. Á örskömmum tíma höfðu yfir eitthundrað konur lýst yfir áhuga sínum og þá var ekki aftur snúið. 

Að mörgu var að hyggja í upphafi og var ákveðið að þessi kór væri tilraunastarfsemi sem byrja skyldi æfingar í byrjun júní og eftir sumarið yrði séð til hvað yrði gert í framhaldinu. Kannað var á Facebook og Twitter hvort fólk hefði áhuga á að vera með. Enn sem komið er hafa nær eingöngu konur mætt á æfingar. Einn karlmaður hefur bæst í hópinn okkar og tók það tíma fyrir hann að leggja í það að mæta þar sem hann taldi kórinn mögulega einungis vera fyrir konur.

Kórinn er femínískur og býðst öllum femínistum að vera með í starfi okkar.

Engar formlegar raddprufur hafa verið til að meta hvort fólk fái að vera með. Ó nei. Ef þig langar að vera með og titlar þig kinnroðalaust sem femínista, þá áttu heima í kórnum okkar. 


Druslukórinn æfir á fimmtudögum frá klukkan 19:30 til 22:00 og tökum við fagnandi á móti nýliðum. Það er hægt að finna okkur á Facebook þar sem Druslukórinn er með læksíðu og grúppu sem nefnist Druslukórinn. Þar er hægt að hafa samband við okkur ef upp vakna spurningar um starfsemina okkar og einnig er hægt að senda okkur póst á netfangið druslukorinn@gmail.com

Við viljum gjarnan fá sem breiðastan hóp meðlima í kórinn. Í upphafi var kór þessi tilraunaverkefni áhugasamra femínista og því ekki reynt sérstaklega að ná til fólks þar sem ein stöðuuppfærsla á Facebook laðaði yfir 100 manneskjur að kórnum á mjög stuttum tíma. En þar sem við höfum ákveðið að halda starfseminni áfram í haust munum við reyna að ná til jaðarhópa og gera kórinn sýnilegri fyrir áhugasama.

Eins og fram hefur komið þá eru allar manneskjur velkomnar í hópinn okkar, engum verður mismunað og er gott aðgengi í því húsnæði sem við æfum í.

Fyrir utan er rampur sem hægt er að fara upp og fyrir innan er lyfta sem fer beint niður þar sem er engin fyrirstaða til að komast inn í salinn

Ef þú ert femínisti sem hefur áhuga á að pönkast meðal annars í nauðgunarmenningu og drusluskömmun, ef þú hefur gaman að söng og langar að vera með – þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.

— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
fyrri grein:
Nauðgunarmenningin og samfélagsleg goggunarröð

Mest lesin:
Tilveruréttur minn

Mælum með:
Hvað er ég?

næsta grein:
Donna Cruz skrifar: „Bréf til 16 ára mín“


Lesa meira um...

Allar greinar í 7. útgáfu — Druslugangan 2020
Resilient
Alda Lilja
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Heilsa Myndaþáttur útgáfugrein
Kynbundið ofbeldi: Karlar eru með vald
Derek T. Allen
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Íslenska með hreim Karlmennska Kynbundið ofbeldi útgáfugrein
Hvítur femínismi: Veggir Valds
Sara Mansour
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Fjölmenning Flóttafólk Hvítur femínismi útgáfugrein
Staðalímynd
Díana Katrín Þorsteinsdóttir
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Öráreitni útgáfugrein
Sema Erla: „skömmin verður að eilífu þín“
Sema Erla Serdar
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Kynbundið ofbeldi útgáfugrein
nafnlaust ljóð

13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Hinsegin / LGBTQIA+ Kynferðisofbeldi Ljóð Myndaþáttur útgáfugrein
Gerendur eru allskonar
Áslaug Ýr Hjartardóttir
13. ágúst 2020

Ableismi / réttindabarátta fatlaðra Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Drusluskömmun Kynbundið ofbeldi útgáfugrein
,,Það þýðir ekkert að berjast fyrir jafnrétti ef allir fá síðan ekki að vera með”
Steinunn Ólína Hafliðadóttir
13. ágúst 2020

Ableismi / réttindabarátta fatlaðra Druslugangan 2021 - útgáfa 7 útgáfugrein Viðtöl
Veganismi: Skoðanaskipti
Aldís Amah Hamilton
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Metoo (íslenskar greinar) útgáfugrein Veganismi
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn
Inga Hrönn Sigrúnardóttir
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Heimilisleysi Jaðarsetning Kynbundið ofbeldi útgáfugrein
Kynferðisofbeldi: -Dagur í lífi konu-
Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Kynbundið ofbeldi útgáfugrein
Exótískur dans: Þitt eigið kynferðislega tjáningarfrelsi
Carmen og Neyta
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Kynbundið ofbeldi Kynlífsvinna útgáfugrein
Hvernig verður man berskjölduð? Hinar margvíslegu tegundir varnarleysis og kúgunar sem konur af erlendum uppruna upplifa.
Nichole Leigh Mosty
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Fjölmenning Samtvinnun / Intersectionality útgáfugrein
Þú ert ekki aktívisti: Frá íslenskri konu sem ,,lítur ekki út eins og íslensk kona“
Nadine Gaurino
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Hvítur femínismi útgáfugrein
Donna Cruz skrifar: „Bréf til 16 ára mín“
Donna Cruz
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Sjálfsást útgáfugrein
Velkomin í Druslukórinn
Brynhildur Yrsa Valkyrja
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Menning / List útgáfugrein
Nauðgunarmenningin og samfélagsleg goggunarröð
Steinunn Radha
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Fjölmenning Kynbundið ofbeldi Nauðgunarmenning Stéttaskipting útgáfugrein
Pólitísk sjálfsást
Embla Guðrúnar Ágústsdóttir
13. ágúst 2020

Ableismi / réttindabarátta fatlaðra Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Hinsegin / LGBTQIA+ Sjálfsást útgáfugrein
Kynferðislegt ofbeldi: Það myndi enginn nauðga feitri konu
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
13. ágúst 2020

Druslugangan 2021 - útgáfa 7 Fitufordómar Kynferðisofbeldi útgáfugrein
Velkomin í Druslukórinn