13. ágúst 2020

Kæra 16 ára Donna

Ég ætla að hafa þetta stutt því í minningunni þá varst þú ekkert rosalega þolinmóð.

Mig langar að byrja á því að segja þér að anda.
Ég veit að árið byrjaði ekki vel hjá þér og þú þurftir að kveðja afa Egil sem hafði, og hefur enn, áhrif á það hvernig þú ert sem manneskja.
Það er ótrúlega sárt að kveðja manneskju sem þú lítur svo mikið upp til og elskar.

Ég ætla ekki að skafa ofan af því en þetta verður eitt erfiðasta ár sem þú munt upplifa.

Það koma tímar þar sem sársaukinn er það mikill að þú vilt ekki halda áfram en ekki missa vonina því framtíðin er svo miklu bjartari en þú getur ímyndað þér.

Í dag ert þú 26 ára og á þessum 10 árum ert þú búin að áorka svo miklu!

Á þessum 10 árum hefur þú upplifað margt – mikið af því erfitt en miklu meira af því er yndislegt og gott.


Langþráður draumur þinn að leika í bíómynd varð að veruleika og ekki nóg með það heldur heimsfrumsýndirðu bíómyndina í Suður-Kóreu.

Þú kemst yfir óttann þinn að tala fyrir framan hóp og ert ákveðin að berjast fyrir fólk sem hafa ekki rödd.

Það tók sinn tíma en þú klárar skólann og færð stúdentshúfuna.

Á þessum 10 árum munt þú ekki bara áorka allt þetta en þú munt líka kynnast því að verða ástfangin og elska með öllu þínu hjarta en mikilvægast af öllu er að þú munt læra að elska sjálfa þig.

Það er samt margt sem hefur ekki breyst eins og t.d. hvað þú hatar að brjóta saman þvott og hvað þú elskar ís mikið þrátt fyrir að vera með mjólkuróþol… 

Ef það er eitthvað sem ég vil að þú takir út úr þessu þá er það að njóta þín og hafa trú.

Trú að þú getir allt, trú að þetta verði betra.

Þú getur nefnilega allt sem að þú ætlar þér, Donna.













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Velkomin í Druslukórinn

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Sjálfsást eftir ofbeldi – Líkamsást eftir áfall er stöðug vinna.

næsta grein
Þú ert ekki aktívisti: Frá íslenskri konu sem ,,lítur ekki út eins og íslensk kona“


Lesa meira um...

Donna Cruz skrifar: „Bréf til 16 ára mín“