Bókaútgáfa



Bókin Hennar Rödd: Frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er tímamótaverk sem rammar inn framlag kvenna af erlendum uppruna á Íslandi síðustu áratugi. Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur í íslensku samfélagi en málefnum þeirra hefur ekki verið veittur nægur hljómgrunnur. Bókin eykur sýnileika þessa hóps og valdeflir konur af erlendum uppruna með því að skapa vettvang þar sem raddir þeirra fá að heyrast á eigin forsendum.

Útgefandi bókarinnar er Vía sem hefur verið vettvangur fyrir marga einstaklinga í jaðarsettum hópum til þess að láta rödd sína heyrast. Vía gefur bókina út í samstarfi við Hennar rödd sem eru félagasamtök sem starfað hafa með það að markmiði að auka vitundavakningu og fræðslu meðal almennings um málefni kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bókin sameinar hugsjónir beggja aðila sem stefna að vitundarvakningu um málefni jaðarhópa og jafnara, upplýstara og virðingarríkara samfélagi.

Ritstjórar Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Ritstjórar Bókarinnar eru Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir

VILT ÞÚ LEGGJA OKKUR LIÐ?

Kauptu bók í forsölu og hjálpaðu okkur að fjármagna verkefnið!

Fjármögnun útgáfu bókarinnar stendur ennþá yfir. Ef þú eða fyrirtækið þitt vill styrkja okkur, endilega sendu okkur tölvupóst hér.

Frjáls framlög:
Rn: 0133-26-001460
Kt: 460820-1110



— — —



SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA VÍA TIL AÐ FÁ UPPLÝSINGAR UM ÚTGÁFU BÓKARINNAR

ljósmynd eftir Kaju Sigvalda
ljósmynd eftir Kaju Sigvalda

— — —



STYRKTARAÐILAR