13. ágúst 2020

af því að þú ert maður
þá kemstu upp með endalaust blaður
þú getur sagt að ég eigi skilið að deyja
að í ruslið eigi mér að fleygja

af því að ég er kona
leggur þú mat á hvers vegna ég er svona og svona
án þess að nokkur hafi þig spurt
segir þú mér að ég eigi að fara burt

af því ég er ekki eins og þú
þykist þú eiga rétt á að segja mér nú
að hér eigi ég ekki heima
því Íslending hafi ég ekki að geyma

af því ég er kona af öðrum uppruna en þú
telur þú þig eiga rétt á að því fyrr og nú
að segja álit þitt á mér
og það sem ég á skilið frá öðrum og þér

mig má lemja
morð á helst á mér að fremja
mig á að berja
nettröllin öll eiga á mig að herja

mig á að skjóta
þið þurfið að losna við eina ljóta
mig á að drepa og fjölskylduna líka
heiftina berið þið þvílíka
ofbeldi á mig að beita
frá Reykjavík og alla leið upp til sveita
mér á að nauðga og mig á að meiða
því ég geri ykkur svo reiða

þú segir að mig á að myrða
svo þú getir fullnægt þörfum þínum og upp um þig gyrða
þú hótar að drepa mig
því ég raska tilveru þinni og trufla þig

ég tilheyri ekki samfélagi þínu
segir þú mér í annarri hverri línu
samfélaginu sem ég er fædd í 
en fyrir þér er ekki pláss í því

af því ég er ekki sammála þér
óvin þú hefur gert úr mér
ég væri ekki á lífi ef þú fengir einhverju að ráða
og með hverju kommenti hvetur þú aðra til dáða

þú heldur að þú getir þaggað niður í mér
það eina sem þú gerir er að gera lítið úr sjálfum þér
ég mun ekki þegja
sama hvað þú heldur áfram að skrifa og segja

þú munt ekki vinna svo þú getur alveg eins hætt
og þar með sjálfan þig jafnvel bætt
því allt það sem þú gerir og segir 
á meðan umhverfið þegir

segir ekkert um mig
en ansi mikið um þig
þú sýnir okkur hver þú ert 
og heldur að ég geti ekkert gert
Með heygafflana á lofti undir nafni og mynd
fremur þú mannlega synd
sama hvað þú reynir mun skömmin aldrei verða mín
hún verður að eilífu þín

ég stend enn
þrátt fyrir allar þessar konur og menn
ég mun standa áfram sama hvað
bara svo þú vitir það

ég mun áfram gegn óréttlæti og mismunun berjast 
og ég mun áfram áreitni, hótunum og ofbeldi ykkar verjast
réttlæti og jöfnuði við munum að lokum fram ná
og mismunun og ofbeldi og þú munu tilheyra sögunni þá

höf. Sema Erla Serdar













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
nafnlaust ljóð

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Fjölmenning: Af höfuðklútum og öðrum klútum

næsta grein
Staðalímynd


Lesa meira um...

Sema Erla: „skömmin verður að eilífu þín“