Hvað er Vía?
Vía er útgáfufyrirtæki sem stuðlar að jafnrétti og fjölbreytileika í fjölmiðlaflóru Íslands. Við sérhæfum okkur samfélagsrýni og miðlum fjölbreyttra sjónarmiða í jafnréttismálum. Opnum á samtöl ólíkra hópa í samfélaginu og vinnum saman að umburðarlyndara, upplýstara, fjölbreyttara og jafnara samfélagi. Vía er leiðin, komdu með!
Saga Vía
Vía (áður Flóra útgáfa) var stofnuð sumarið 2018 af flokki framkvæmdaglaðra og skörugra kvenna. Elinóra Guðmundsdóttir, stofnandi og ritstjóri Vía, tísti eitt örlagakvöld um löngun sína til þess að gefa út eitthvað femínískt og tugir kvenna lýstu yfir áhuga sínum að vera með. Stofnfundur Vía var haldinn í kjölfarið eitt sumarkvöld á Stofunni í Reykjavík þar sem um 10 konur komu saman. Fimm þeirra, Elinóra Guðmundsdóttir, Eydís Blöndal, Sóla Þorsteinsdóttir, Eva Sigurðardóttir og Steinunn Ólína Hafliðadóttir mynduðu hina upphaflegu ritstjórn Vía, og fengu þær til liðs við sig Berglindi Brá Jóhannsdóttur vefhönnuð. Ritstjórnin vann saman í rúmt ár að 4 útgáfum. Sumarið 2020 hafði upphafleg ritstjórn þynnst en þá gengu Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Gyða Guðmundsdóttir í lið Flóru og stofnuðu með Elinóru félag utan um starfsemina: Vía ehf,. með það að markmiði að efla útgáfuna, auka fjölbreytni starfseminnar og stækka það rými sem Vía hafði þegar skapað sér.
Nú sitja í ritstjórn Elinóra Guðmudsdóttir ritstjóri, Ásgerður Heimisdóttir, Gyða Guðmundsdóttir og Tinna Eik Rakelardóttir.
Eigendur Flóru eru Elinóra Guðmundsdóttir og Gyða Guðmundsdóttir og Berglind Brá Jóhannsdóttir sér um vefhönnun og smíði.
Myndin hér að ofan sýnir upphaflega stjórn Vía (áður Flóra útgáfa).
Birta Svavarsdóttir
prófarkalestur
Ísey Dísa Hávarsdóttir
prófarkalestur
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
prófarkalestur
Þórdís Helgadóttir
prófarkalestur
Charlotte Rohde
Leturhönnun, Calyces
Berglind Brá Jóhannsdóttir
Vefsíðugerð og hönnun