13. ágúst 2020

Karlar eru með vald. Auðvitað ekki allir karlar í öllum aðstæðum, en benda mætti á hvernig valdið sem við búum yfir getur fjarlægt hindranir sem standa ekki einungis fyrir okkur, en fyrir öðrum líka. Ein slík hindrun er kynferðislegt ofbeldi. Þótt að allar manneskjur af öllum kynferðum lenda fyrir þessari hryllingu er sannleikurinn því miður sá að konur eru þeim sem oftast eru beitt kynferðislegt ofbeldi, áreitni, o.s.frv.

Með #metoo byltinguna hefur heimssamfélagið séð vald kvenna aukast töluvert þar sem margir ofbeldismenn í háum stöðum eru loksins að fá það sem þeir áttu skilið í langan tíma. Þessir karlmenn notuðu valdið sitt á skömmustulegan hátt sem lendu þeir í fangelsi, gerði þá skuldaða (fjárhagslega séð og annars vegar), og eyðilagði allt sem þeir höfðu unnið fyrir. Þú og aðrir karlmenn sem eru að lesa þennan pistil getið komið í veg fyrir allt þetta og gerið heiminn að betra stað. Þetta er hægt að gera með því að taka skrefin sem lýst eru hér fyrir neðan.

Áður en ég held áfram langar mig að taka fram að markmiðið hér er ekki það að láta okkur karla hljóma eins og villidýr sem þurfa sérstaklega að heyra að ekki er í lagi að brjótast á neinn.

Ég veit vel að langflestir karlmenn eru ekki á veiði fyrir næsta fórnarlambið, en það er samt mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á hvað hægt er að gera með okkar valdi. Þess vegna er ég einungis að ávarpa okkur í þessu augnabliki. 

Að því sögðu, hvað getur þú, karlinn minn, gert að hjálpa stoppa kynferðislegt ofbeldi rétt í þessu?


Virða mörk

Ég skal byrja með það auðveldasta sem þú getur gert og ert örugglega að gera nú þegar, og það er það að virða mörk annarra. “Nei” þýðir “nei” og enn fremur verður að hafa í hug að “nei” tekur á sér fleiri myndir en bara þetta eitt stakt orð. “Þetta er nóg”, “Ég er búinn/búin/búið”, “Við ættum að stoppa” og allt annað sambærilegt er “nei”. Það að ýta þér í burtu, eða færa höndina þína, eða annars konar ómunnleg tákn eru líka “nei”. Skortur af “nei” er ekki “já”. 

Enn fremur er mikilvægt að halda opnu samskipti. Ég veit að þetta gerist í klámi, en það er alls ekki klaufalegt að spyrja “Má ég gera þetta?” eða “Á ég að halda áfram?” Talking is sexy. 

Stoppa það við sjáum og heyrum í kringum okkur

Margar hugmyndir sem við höfum skapað um kynferðislegt ofbeldi koma frá okkar feðrum, bræðrum, kunningjum, o.s.frv. Ég veit að það er ekki auðvelt “sá gæi” sem drepur góðan félagsskap með pólitískar umræður, en það er lykilatriði að sporna við “guy talk” eða “mannamál” ef það má segja. Þetta mannamál heyrist stundum innan okkar vinahringa ónauðsynlega.

Það þarf ekki að vera hluti af okkur vináttum að niðurlægja fólk og dreifa skaðlegum hugmyndum um kynferðislegt ofbeldi eins og “hún var að biðja um það” eða “ef hann er með standpínu þá vildi hann það” eða eitthvað slíkt. Það er eiginlega frekar einfalt að koma í veg fyrir slíkar athugasemdir. Eitthvað eins og “Getum við talað um eitthvað annað” eða “Not cool” getur dugað.

Viðurkenna fjölbreytileika gerenda og brotaþola

Gerendur geta verið alls konar. Brotaþolar geta verið alls konar. Það skiptir ekki máli hvort einhver sé karl, kona, eða kynsegin, hvort einhver sé 18 eða 80, og svo framvegis. Það er hægt fyrir alla einstaklinga að verða fyrir slíku ofbeldi og einnig fremja það sjálfir. Margt fólk, þar á meðal karlar, er á þeim hug að karlar og strákar geta ekki verið brotaþolar og að konur og stelpur geta ekki framið kynferðislegt ofbeldi. Þetta gæti ekki verið minna satt. Mikilvægt er að átta sig á það kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þess eru ábyrgð allra að tæklast á við.

Trúðu fólk

Ef þú ert að lesa þessa grein hefurðu væntanlega heyrt slagorðið “Believe women”. Margir, sérstaklega karlar, hafa brugðist við þessa staðreynd með þeim hætti að benda á falskar nauðgunarásakanir sem sönnun að ekki er hægt að trúa allar konur (og annað fólk sem verða fyrir kynferðislegt ofbeldi). Þótt að það sé óneitanlegt að slíkar ásakanir koma upp er þetta samt ekki gott viðbragð við fólk sem kemur fram með sínar sögur.

Allt sem það gerir er að gefa í skyni að saga viðkomandi manneskjunnar er ekki satt og þar af leiðandi er verið að gaslýsa (e. gaslight) þá manneskju. Best er að sýna brotaþolum skilning og hlýju og lenda þeim opin eyru því þeirra raddir þurfa að heyrast hátt og skýrt. Ekki láta þeirra öskur breytast í þögn. 

Viðurkenna okkar eigin slæma hegðun og hugsanir

Þetta er mögulega það erfiðasta en samt það mikilvægasta skref í því að berjast á móti kynferðislegu ofbeldi.

Sem karlmenn hefur það verið auðvelt fyrir okkur undanfarið að geta hunsað áhrif okkar orða, hegðunar, og svo framvegis. En ég hvet okkur til að pæla um hvernig við höfum haft neikvæð áhrif og hvernig hægt væri að gera betur ef þér datt í hug eitthvað sem þú gerðir rangt.

Eins og komið var á framfæri áðan erum við svampar á þann hátt að við tökum hugmyndir, skoðanir, og mikið annað frá okkar karlkynsfyrirmyndum án þess að pæla hvort þessar upplýsingar sem við erum að fá séu rangar, rökréttar, eða jafnvel hættulegar. Mögulegt er að það sem þú hefur séð eða heyrt í kringum þig leiddi til þess að þú hafðir neikvæð áhrif á lífi einhvers annars. Vertu heiðarlegur í þinni sjálfsskoðun og reyndu að réttlæta allt sem hægt er. Þetta getur felst í því afsökunarbeiðnar, framlagningar til góðgerðarsamtaka, o.s.frv., ef sértu búinn að bæta nokkurn veginn við þetta gríðarlegt vandamál, er það þín ábyrgð að gera eitthvað.


Í lokum langar mig að hrósa öllum körlum sem hafa lesið alla leiðina hingað. Þessar umræður eru ekki alltaf auðveldar að hafa vegna þess að oft getur karlmanni liðið eins og ráðast hefur verið á hann. Ef þetta er þú, mig langar að biðja þig um að muna eftir þessari tilfinningu. Þetta er hvernig mörgum konum liða eftir að hafa sjötta manninn því kvöldi að elta hana, eða eftir að vera aðspurðar hvernig þær voru klæddar eins og það skiptir máli, eða eftir að hafa annars vegar orðið fyrir áreitni og ofbeldi. Ef þetta er þú, ekki láta neinn liða eins og þér.













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Hvítur femínismi: Veggir Valds

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Karlmennskan: Þurfa menn kannski bara að vera duglegri að axla ábyrgð?

næsta grein
Resilient


Lesa meira um...

Kynbundið ofbeldi: Karlmenn eru með allt þetta vald