13. ágúst 2020

TW

Nauðgunarmenningin og samfélagsleg goggunarröð.

Black lives matter hefur vart farið framhjá nokkrum manni. Byltingin er fullkominn vettvangur fyrir skoðanaglatt fólk að tjá sig annað hvort á styrkjandi hátt, eða á rasískan hátt og viðhalda þannig ofbeldismenningu gagnvart jaðarsettum samfélagshópum. Lögregluofbeldi í garð svartra á Íslandi er minna en í Bandaríkjunum sem veldur því að umræðan hér á landi hefur að miklu leyti verið fjölbreyttari og beinst að víðtækari rasisma; hversdagslegum rasískum atvikum á borð við menningarnám, hvað má segja og hvað ekki sem og klámvæðingu gegn lituðum. Mig langar að fjalla um málefni litaðra og nauðgunarmenningu og skoða hvernig hvítir valdhafar landsins geta borið sig að til þess að jaðarhópar geti lifað lífi án sífells áreitis. 

Horfum á samfélagsgerðina. Í henni er mjög auðvelt, sem lituð manneskja, að týnast. Leyfið mér að útskýra hvað ég á við. Í heimi þar sem allt er sniðið að því að hvítir geti lifað sem best, týnast aðrir.

Litaðar konur gleymast; Á meðan leikföng barnanna okkar eru hvítar barbídúkkur, á meðan einungs fást plástrar í lit fyrir hvíta úti í búð, á meðan heilbrigðisstarfsfólk lærir mest um sjúkdómseinkenni á ljósri húð, á meðan förðunarfræðingar læra frekar að farða á hvítt hörund, á meðan rasísk kímnigáfa er leyfð og á meðan konur af erlendum uppruna eru kyngerðar og gerðar að svokölluðu ,,fetish“. Afleiðingin er sú að ofbeldi á lituðum viðgengst og verður okkur eðlilegt.

Nauðgunarmenning gagnvart lituðum konum viðhelst vegna þess að hvítt fólk upplifir ekki rasisma. Þegar litaðar konur verða fyrir kynferðisofbeldi á þann hátt að húðliturinn einn og sér er kyngerður og „fetish“-gerður hefur það ávallt með kynþátt og uppruna að gera. Þannig eru nauðgunarmenning og rasismi samofin og úr verður sérstæð kyngerving sem samanstendur af því að vera kona og lituð. Samfélagið er þannig uppbyggt að hvítir karlmenn eru efstir í valdastöðu gagnvart öllum öðrum, þar næst koma hvítar konur, næst litaðir og svartir karlmenn og neðst í goggunarröðinni eru litaðar og svartar konur. 

Á þennan hátt er ofbeldi afleiðing virðingaleysis og niðurlægir okkur, litaðar konur, enn frekar. Þar sem við erum neðstar í goggunarröð samfélagsins eigum við voðalega lítinn séns á að hafa nógu hátt til þess að hvítu karlmennirnir á toppnum heyri til okkar. Þess vegna þurfa augu okkar allra að vera opin fyrir kyngervingu litaðra sérstaklega og veita því athygli hvernig birtingarmyndir hennar er frábrugðin birtingarmyndum kyngervingu hvítra kvenna. Hér að neðan nefni ég tvö dæmi um slíka kyngervingu, annað er misheppnuð setning þar sem viðkomandi áttaði sig ekki á skaðanum sem hann olli með því að segja hana og hitt er í formi rasísks brandara.


Ég hef oft fengið að heyra ,,ég hef aldrei verið með dökkri manneskja áður” Þetta virðist saklaust en viltu skoða þessa setningu? Eins og minn líkami sé eitthvað sem þú ert að prófa þér til skemmtunar, því húðliturinn minn spili aðalhlutverk í að skapa þér sérstaka upplifun, sem þú hagnast af?

Ég er ekki upplifun fyrir hvítt fólk, ég er ekki skemmtun hvíts fólks, ég er ekki asíska vinkonan sem hvítt fólk notar til þess að sýna að það sé ekki rasískt. Það að þurfa að sanna að maður sé ekki rasískur gerir mann meira rasískan, því þannig ertu farin/n að gera ráð fyrir að allir geri greinamun og dæmi fólk eftir húðlit. Fyrir utan að setningin heldur hvítum karlmönnum í valdastöðu með því að vísa grimmilega í það hversu miklum minnihluta við séum. 

Mér hefur fundist ummælin „asian bitch” vera hvað mest áberandi í minn garð af hendi karlmanna. Með þessum orðum fylgir gjarnan eftirfarandi staðalímynd, „lítil, nett, þröng píka, gjarnan barnsleg kona með lítil brjóst sem er til í að vera notuð fyrir pening.” Samanber myndbandið af Pétri Jóhanni sem fór eins og eldur um sinu um netheima fyrir stuttu, þar sem hann vísar hugmyndina sem klámiðnaðurinn birtir asískum konum, líkt og ég lýsi hér að ofan. Er ég að rugga bátnum of mikið með því að minnast á þetta atvik? Ef þér finnst það vera svo, þyrftir þú að fara í sjálfsskoðun vegna þess að ég er eingöngu að halda manninum ábyrgum. Ég vonast til að fólk skilji hvað hegðun getur verið hættuleg — þó svo að meining viðkomandi hafi ekki átt að vera neikvæð. Þetta atvik sýnir líka hvers vegna litað fólk getur ekki barist eitt. Við þurfum hvítt fólk til að standa gegn hvítum vegna þess að baráttan hefur aldrei verið „svartir á móti hvítum”,heldur ætti að sjá hana sem „allir á móti rasískum”. Tökum persónulega afstöðu hvert og eitt gegn rasisma og nauðgunarmenningu og berum þannig ábyrgð á sjálfum okkur og eigin gjörðum.














— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Pólitísk sjálfsást

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Líkamar brúnna kvenna eru ekki til sýnis

næsta grein
Velkomin í Druslukórinn


Lesa meira um...

Nauðgunarmenningin og samfélagsleg goggunarröð