PENNI/AR
Kona er nefnd
@konaernefnd
@konaernefnd

Hlaðvarpið Kona er nefnd er stofnað af vinkonunum Tinnu Haraldsdóttur og Silju Björk Björnsdóttur sumarið 2019. Hugmyndin kviknaði upprunalega í kynjafræðitíma hjá Tinnu vorið 2019 þegar hún heyrði nafn Simone De Beauvoir, en hún hafði sjálf ekki heyrt á hana minnst þó að Simone væri frægur heimspekingur og hefði haft mikil áhrif á kynjafræði og femínisk skrif með sínum skrifum. Tilgangur hlaðvarpsins er að varpa ljósi á sögur kvenna og kynsegin fólks í gegnum tíðina, bæði áður og nú, þar sem eins og þekkt er hverfa sögur og afrek kvenna oft í skuggann af sögum og afrekum karla. Nafnið á rætur sínar að rekja til sjónvarpsþáttarins Maður er nefndur. Með hlaðvarpinu vilja Tinna og Silja Björk fræða sjálfar sig og aðra um konur sem eru bæði þekktar og óþekktar og hvernig líf þeirra, störf og sögur hafa áhrif á líf okkar allra í dag. Tilgangurinn er ekki að fjalla eingöngu um frábærar, fullkomnar konur heldur líf og sögur þeirra í öllum sínum breiskleika, hvort sem þær eru umdeildar eða ekki. Hvort sem um er að ræða rithöfunda, kvikmyndagerðarkonur, uppfinningakonur, pólitíkusa eða aktívista, sögur allra kvenna koma okkur öllum við.






Hlaðvörp