1. desember 2018

Til hamingju! Þú ert byrjuð að lesa frekar óíslensk grein, á íslensku, eftir konu sem er ekki íslensk, en er samt Íslendingur. 

Hvað þýðir „óíslensk“ grein? Í raun er það ekkert annað en bara íslenska með hreim — á blað (eða skjár!) Semsagt íslensku með framandi blær. Til dæmis getur orðavalið vera frekar óhefðbundið, og málfar líka. Setningar eru kannski eitthvað klaufalegt, og málfræði, þó ekki alveg rangt, er samt ekki alveg rétt heldur. 

Það má vel vera að þér finnst það pínu erfið að lesa svona grein. Augun hika ósjálfrátt og hugurinn staldra við. Sumt þarf að lesa tvísvar eða jafnvel þrisvar.

Og vafalaus poppar tillögur um lagfæringar óumbeðin í hausnum hjá þér. En ég ætla að biðja þig um að þrauka í gegnum þetta með mér. Það skýrist allt í lok.

íslenska sem annað mál

Ef einhvern myndi vekja þig um miðjan nótt og biðja þig um að telja frá 1 - 10, á hvaða tungumál telur þú? Mjög líklega verður það móðurmálið þitt, eins og við gjarnan köllum tungumálið sem hefur umvafið okkur frá blautum barnsbeinum. 

Ef þú býrð á landinu þar sem móðurmálið þitt er ríkjandi tungumál, þá ert þú í þeirra heppni stöðu að heilan þin leiða þig ósjálfrátt áfram í gegnum flestöll þínum daglegum erindum, stór eða smá, sem kalla á notkun tungumálsins. Þú þarft til dæmis ekki að staldra við og hugsa þér um áður en þú panta mat í veitingahúsi, útskýra sein skil á bókum í bókasafninu, ræða vandamál í vinnunna eða lýsa einkenni flensa fyrir lækninum. 

Fyrir þig, sem fæddur Íslendingur, er það kannski smá áskorun að lesa grein eins og þessi, grein með ,,hreim“. En fyrir mig, og flestir aðfluttir Íslendingar, er hvern einasti dag stútfullur af svipaðan áskoranum. 

Þó eru mjög margir okkur aðfluttir Íslendingar farin að tala íslenska reiprennandi og jafnvel búin að læra íslensku á háskólastig. Það kemur samt fyrir, stundum margoft á dag, að við vitum einfaldlega ekki hvernig við eigum að koma eitthvað frá okkur á íslensku. Allt í einu getur vafst fyrir tunga og einfalda samskipti breyttist í martröð. Til dæmis þegar hringt er í heilsugæslustöð til að tala við hjúkrunarfræðingurinn Sólrún og móttökuritari neita að gefa þér samband vegna þess að það er engin að nafni Þórunn að vinna þar (sönn saga). Og tölum ekki einu sinni um ófyrirsjáanlegan afleiðingar þegar þú fer að rugla saman krydd og krít eða samúðarverki og samfararverki (líka sönn sögum!) 

En hvaða afleiðingar hefur tungumálahömlun fyrir konur af erlendri uppruna? Það augljósa er (stundum vandræðilega) misskilningar. En það geta líka gerst að þó að kona talar, lesa og skrifa íslensku, en hef ekki nógu mikið sjálfstraust til að tjá sig, takmarka það sjálfstæði hennar, bæði persónulega og á vinnumarkaðurinn. Aðfluttum konum eru alltof oft háð íslenskumælandi maka sin og vinnufélaga fyrir mikilvægar samskipti t.d. um fjármál, húsnæði, heilsan, vinnuréttindi, menntun og margt fleira. 

Skortir á sjálfstraust til að tjá sig á íslensku getur jafnvel vera hættuleg, eins og þegar kona er föst í ofbeldisfullur samband og treysti sér ekki að segja frá á nógu skiljanlega íslensku eða hef engin annar til að tala fyrir sig, nema ofbeldismaðurinn og fólk tengd honum. 

íslenska sem annað mál

En til hvers er ég að skrifa grein um þetta frekar augljósa hömlun sem tungumálið er? Hvað er tilgangurinn? Að vekja samúð, eða kannski vorkunn? 

Nei, tilgangurinn með að skrifa þetta grein er einfaldlega að biðja um hjálp. Frá þér. Innfæddur Íslendingur. Hvað getur þú gert? Við vitum að engin getur breytt því að við aðfluttum Íslendingum þurfum að leggja á okkur til að læra tungumálið og engin getur koma í veg fyrir það að einföld erindi breyttist í vandræða-skrimsli. 

En ég er ekki að biðja þér um að kenna okkur betur íslensku eða að bjarga okkur með málfræðaleiðréttingar. Ekki heldur að hrósa okkur fyrir það eitt að nota íslenskunni, þó erfið sé. 

Af hverju ekki? Vegna þess að íslenska er tungumálin okkar líka. Við berum íslenska kannski skrítin fram, veljum vitlaust orð og stundum er erfið að tjá okkur, en við tölum, lesa, skrifa, elska, skamma, rífast og grínast á íslensku á hverjum degi. Þó að við erum ekki jafngott á tungumálið en innfæddra, erum við samt jafningar ykkar og viljum helst tala saman sem jafningjar. 

En til þess að geta gera það, þá þurfum við aðstoð frá þér. Þú getur hjálpa okkur aðfluttum konum að öðlast sjálfstraust í íslensku og þar með að efla sjálfstæði okkar á Íslandi á eftirfarandi hátt: 1. Gefðu þér tíma til að hlusta á okkur og reyna að skilja það sem við erum að segja. Þó að það er þér stundum erfitt og jafnvel óþægileg, skiptir það okkur öllu málið að þú reyna að hitta okkur á miðri leið. Þú þarft ekki að hrósa, umbuna eða leiðrétta. Bara hlusta á okkur og ræða við okkur eins og við erum jafningjar þin. 

2. Ef þú sérð viðburðir auglýst sem tengist konur af erlendri uppruna, komdu og mæta. Vertu með. Til dæmis er Söguhringur Kvenna, sem er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N. (Samtök kvenna af erlendri uppruna á Íslandi), tilvalin tækifæri til að hittast, blanda geði, skemmta sér konunglega og ekki síst að tala tungumálið við konum alls staðar að, sem jafningar. Eitt aðalmarkmið Söguhringsins er að „styrkja tengsl kvenna á Íslandi“ — ekki bara konur af erlendri uppruna. Við þurfum á þér að halda. 

3. Og þá þriðji og síðasti. Innflytjendur eru orðin meira en 10% af þjóðfélaginu, sem þýðir að meira en 10% af íbúar á Íslandi eru að tala íslensku sem annað (þriðja/fjórða..) tungumál. Samt heyrist varla hreim á útvarpinu, sjónvarpinu, í leikhúsum og í opinber ræðum. Varla sést „grein með hreim“ í fréttablöð og tímarit. 

Til að fólkssamsetning á sjónvarpinu, í fjölmiðlun, leiklist og opinber umræða endurspegla allt flóra af íbúum á landinu, er nauðsynlegt að þú styðja við íslendinga af erlendum upprunum og hvetjum ráðamenn í útvarpinu, sjónvarpinu, í leikhúsum og opinber stofnanna að leita sérstaklega til fólk af erlendri uppruna þegar verkefnum er fyrir hendi. Og ekki bara verkefni sem snýst um innflytjendamál. Við erum líka með skoðanir um allt sem gengur á í samfélaginu: menntun, stjórnmál, vegaframkvæmdir, heilbrigðismál, hundahald, nefndu það bara! Ísland er heimili okkar líka, og íslenska er okkar kær. Leyfum fleiri hreim að komast að á umræða borðinu. 

Tungumálið verður bara sterkari fyrir vikið. Og við aðfluttum konum líka.

íslenska sem annað mál

— — —

Ef þú ert búin að þrauka alla leið hingað: Takk fyrir! Markmið er náð — þú ert búin að hitta mig á miðri tungumálaleið. Hver veit hvað við konum, innfæddum sem aðfluttum, getum afreka mikið þegar við tölum saman á íslensku sem jafningjar, með öllum okkar flóra af hreimnum?

Verk eftir Evu Sigurðardóttur á Uppskeru Listamarkaði.

— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
fyrri grein
Kerfisbreytingar: Tilfinningalegar hömlur gagnvart kerfinu

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Skoðanaskipti: Hver má hafa skoðun á hverju?

næsta grein
Hömlur: Tölum um tilfinningar


Lesa meira um...

Íslenska sem annað mál: Grein með hreim