13. desember 2019

Lapiz lazuli er verðmætt grýti eða steinn sem er aðallega að finna í Afganistan.

Á miðöldum var steinninn mulinn niður og notaður sem blá málning en var það einungis á færi færustu málara og finnst meðal annars í mörgum verkum Michelangelo. Hann var einnig notaður í hverskyns skartgripi og húsgögn fyrir aðalsfólk.

Ljóðið að neðan varð til þegar fréttir bárust af því að leifar af lapis lazuli hafi fundist í tönnum í beinagrind konu sem uppi var á miðöldum í Dalheim í Þýskalandi. Var það talin vísbending um að hún hefði skrifað og myndlýst handrit en verið þurrkuð úr sögunni eins og margar kynsystur hennar. 



— — —



Lapis lazuli

hugsa til þín systir 
með hafið í penslinum 
rándýrt himnarykið
heiðríkjuna sjálfa

hugsa um tungu þína
væta helgasta litinn
heitar varir
hvessa drættina

þú myndlýstir helgirit
öðrum betur
munstraðir skinnið
fínbláum línum

hugsa um strit þitt
mulinn stein, Maríuklæði
hafblik í tönnum þínum
þúsund árum síðar

lapis lazuli

Verk eftir Unu Hallgrímsdóttur á Uppskeru Listamarkaði.













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Kvenlæg gildi: Mýkt er máttur

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Feminist Farming Project

næsta grein
Íslenskt rapp: Femínísk útópía hvað?


Lesa meira um...

Lapis Lazuli