16. september 2018
atvinnutaekifaeri

Sýnt hefur verið fram á að kynin upplifa atvinnutækifæri sín á sama máta. Hvað geta konur gert til þess að vinna á móti þessu?

Að hætta að efast um eigin hæfni og ágæti. Að láta vaða í staðinn fyrir að tala sjálfa mig af hugmyndinni. Að sækja bara um þó hausinn minn gæti fært rök fyrir því að ég sé ekki fullkomna manneskjan í starfið. Að hætta að dæma sjálfa mig úr leik. 

Fyrir þremur árum síðan strengdi ég mér áramótaheit. Þar á meðal var markmið sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt allar götur síðan, og það var „að hætta að dæma sjálfa mig úr leik“. 

Innblásturinn að þessu markmiði kom frá grein sem ég hafði þá nýlega lesið sem fjallaði um að karlar væru líklegri en konur til þess að sækja um störf þar sem þeir uppfylltu ekki allar kröfurnar sem óskað væri eftir. Greinin var byggð á innri skýrslu Hewlett-Packard sem meðal annars Sheryl Sandberg, COO hjá Facebook, hefur fjallað um í bók sinni Lean in. 

Skýrslan sýndi að konur sæktu aðeins um störf ef þær uppfylltu 100% þeirra viðmiða sem óskað væri eftir í umsókninni en karlar sæktu um þó þeir teldu sig einungis uppfylla 60%.

atvinnutaekifaeri

Á sama tíma var ég að sannfæra sjálfa mig um að ég væri ekki nógu klár, dugleg og sniðug til þess að sækjast eftir stóru hlutverki við stjórn stærsta viðburðarins sem skipulagður er innan sjálfboðaliðasamtakanna sem ég starfa fyrir. Samtök sem hafði þá starfað fyrir í 4 ár og skipulagt fjölda verkefna og viðburða fyrir. 

Það fékk mig til að hugsa: Hver er það sem dæmir mig úr leik? 

atvinnutaekifaeri

Er það sú sem velur eða hafnar umsókninni minni? Eru það vinir og vandamenn sem setja upp svipi eða koma með athugasemdir sem draga úr mér kjarkinn? Eða er það röddin í höfðinu á mér sem segir mér að ég sé ekki nógu góð? Nógu hæf? Ekki besta manneskjan í heiminum til að sinna þessu starfi? 

Umsókn sem er ekki skilað inn verður aldrei fyrir valinu. Í hvert skipti sem þú talar sjálfa þig af því að sækja um ert það þú sem dæmir sjálfa þig úr leik. Jafnvel þó athugasemdir annarra standi í veginum þá er það í þínum höndum að ákveða hvort þú skilar inn umsókninni eða ekki. Það er einungis þá sem þú setur það í annarra hendur að velja þig eða hafna.

Veistu, þú gætir vel verið rétta manneskjan. Kannski ert þú fullkomin í starfið eða kannski er engin fullkomin fyrir verkefnið og þá er engin ástæða fyrir því að þú sért ekki sú sem kemst næst því.

atvinnutaekifaeri

Það er svo ótrúlega margt mikilvægara en hæfniskröfurnar. Eldmóður, metnaður, vilji til að læra, hæfni til að eiga uppbyggileg samskipti og margt fleira. Ef þú ert tilbúin að leggja á þig það sem til þarf til þess að verða hæf í starfið þá er engin ástæða fyrir því að þú sért ekki frábær umsækjandi.

Leggðu ennþá meiri kraft í að gera framúrskarandi umsókn, einbeittu þér að því hverjir hæfileika þinna gætu komið í stað þeirra sem þú uppfyllir ekki. Settu þér markmið að læra það sem upp á vantar, komdu þessum markmiðum í orð og verk og sláðu til. 

Það er eina leiðin að landa drauma starfinu, eða vera valin til þess að sinna draumaverkefninu. Allir hafa sínar efasemdir en tækifærin eru þeirra sem láta þær ekki stoppa sig. Þeirra sem slá til, þeirra sem hlusta ekki á röddina í höfðinu sem reynir að draga úr þeim kjarkinn. Þeirra sem gera 60% að 100% með áhuga, vilja, metnaði og framúrskarandi umsókn.

Og af hverju ætti það ekki að vera þú? 

atvinnutaekifaeri
atvinnutaekifaeri
atvinnutaekifaeri
atvinnutaekifaeri
atvinnutaekifaeri
atvinnutaekifaeri
atvinnutaekifaeri

Höfundur er Alma Dóra Ríkarðsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Konur í Nýsköpun og stofnandi smáforritsins HEIMA sem vann Gulleggið 2021. Lestu fleiri greinar eftir Ölmu Dóru hér













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Manic Pixie Dream Girl: Hún – fyrir hann

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Kerfisbreytingar: Tilfinningalegar hömlur gagnvart kerfinu

næsta grein
Hér eru píkur


Lesa meira um...

Atvinnutækifæri kvenna: Ég er hætt að dæma mig sjálfa úr leik