4. september 2019

Mannmiðjukenningin: Þeir einstaklingar sem tilheyra ríkustu tíu prósentunum í heiminum bera ábyrgð á helmingi þeirra gróðurhúsalofttegunda sem losna út í andrúmsloftið. Ég og þú tilheyrum þeim hópi.

Við lítum á sjálf okkur sem tilgang alls, hringamiðju heimsins. Allt er hér til að þjónusta okkur. Auðlindir, dýr og fólk sem við höfum skipað undirmenn okkar í valdapíramídanum. Allt er mælt út frá okkur, og á sér tilverurétt á okkar forsendum.

Foss má ekki falla í friði, hann þarf að falla fyrir okkur — án okkar dóms er hann einskis nýtur, tilgangslaus. Við þurfum að geta nýtt kraftinn sem býr í honum eða dáðst að honum. Ef foss fellur þar sem enginn sér hann, er hann fallegur?

Við flokkum dýr sem sæt, bragðgóð eða mikilfengleg og gefum siðferðislegt leyfi til að drepa þau eins og okkur þykir eiga við. Við hvetjum fólk til að drepa minka, svo minkarnir drepi ekki lömbin. Ekki lambanna vegna, heldur okkar vegna. Aðeins við megum drepa lömbin.

mannmiðjukenningin

Við úthýsum ódýrri framleiðslu og tilheyrandi mengun eins langt í burtu og hún kemst, þar sem við vitum að verkafólk býr við hræðilegar aðstæður og kjör. En það er ekki á okkar ábyrgð. Þau ættu bara að vera þakklát, ef eitthvað. Við erum nú einu sinni að örva hagkerfið þeirra.

Við skrifum reglurnar og styðjum okkur síðan við þær sem ófrávíkjanlegar staðreyndir.

En við megum þetta. Samkvæmt okkar skilgreiningu á heiminum, þá eigum við rétt á því að haga okkur eins og við högum okkur. Við trónum efst á öllum mögulegum píramídum. Við erum skynsemisverur! Við erum gáfaðasta dýrið, við erum með svo sterkt menntakerfi, við erum svo tæknivædd! Við erum miðja alheimsins.

Og á því byggjum við mannmiðjukenninguna. Skynseminnar vegna höfum við náð svona langt, henni eigum við velmegunina að þakka. En skynsemin virðist ekki ná lengra en svo að einmitt hún virðist ætla að verða okkur að falli. Falli sem mun kosta okkur hér um bil öll okkar lífsviðurværi. Og fórnarlömb græðgi okkar og yfirgangs áttu sér aldrei viðreisnar von og munu verða fyrst til að mæta afleiðingunum.

Fleiri greinar eftir Eydísi Blöndlal.

Verk eftir Evu Sigurðardóttur á Uppskeru Listamarkaði.













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Af kynjuðum áhrifum hamfarahlýnunar: Áhrif á konur í hnattrænu suðri

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Skoðanaskipti: Hver má hafa skoðun á hverju?

næsta grein
Neysla: Íslenskt vegabréf


Lesa meira um...

Mannmiðjukenningin