Ég heiti Vallý, ég nota fornafnið hán og ég skilgreini mig sem kynsegin.
Góð spurning! Nú er ég náttúrulega búið að fara í brjóstnám en ef ég hugsa um tímann fyrir það þá gat ég horft dálítið hlutlaust á líkamann minn í einrúmi, svona „Þetta er líkami, hann er fallegur.” En ég tengdi ekki beint við hann sem mig. Horfði á andlitið mitt og sagði „heyrðu já, þetta er ég.“ Svo horfði ég á líkaman minn og hugsaði „já, þetta er líkami, en hann er ekki minn.“ En þegar ég fór út á meðal fólks þá varð ég miklu miklu meðvitaðara um hvernig hann leit út, sérstaklega hvað það var sem gerði hann ‘kvenlegan’. Ég gerði meira í því að vera hokið í bakinu, var alltaf í stórum og víðum fötum til þess að fela. Í einrúmi gat ég alveg farið í sturtu og ef ég var kannski bara með fjölskyldunni eða í einrúmi þá var það ekki jafn erfitt.
En núna þegar ég er búið í brjóstnámi þá snýr þetta aðeins öðruvísi. Það meikar meira sens, passar meira.
Já og nei. Sko, ég hef aldrei, alveg síðan ég man eftir mér, verið geggjað sátt með líkamann minn. En ég held það sé alveg eðlilegt, sérstaklega þegar maður er unglingur. Það fór alltaf í taugarnar á mér þessi „kvenlegi vöxtur“. Mamma sagði alltaf þegar ég var að tala um að ég vildi vera meiri rengla: „En þú ert með svo kvenlegan vöxt. Þú ert með mjaðmir og læri og svona og svona,“ en mig langaði það ekki. Svo einhvern veginn veit maður aldrei alveg hvað er slæm líkamsímynd og hvað er svo aftur kynami, þetta blandast. Ég hugsaði stundum með mér „oh ég vildi að brjóstin mín væru flottari eða stærri eða svona og svona“ en svo fattaði ég seinna að í rauninni langaði mig ekki í brjóst. Þannig já, þetta breytist algerlega af því að maður fattar hvað er að bögga mann við líkamann. Það var ekki endilega að ég vilji að hann sé meira kvenlegur heldur akkúrat á hinn bóginn.
Já, ég hef ekki farið í sund í 5 ár, rúmlega. Eingöngu af því að mér fannst það mjög óþægilegt því þá var augljóst að maður væri með brjóst því maður fór í einhvern topp yfir. [Kynaminn] hefur áhrif á hvað ég kaupi mér og kaupi mér ekki af fötum. Ekki það að ég sé mikið að kaupa mér föt núna, en ég gerði það. Ef að ég var ekki í binder eða mjög þröngum íþróttatopp þá fór ég síður og mátaði föt, jafnvel þótt ég þyrfti þess, og leið þá verr í fötunum. Líka bara að ætla að fara út á djammið. Í stað þess að velja sér föt sem manni finnst fín, að þurfa að fara í gegnum þúsund mismunandi flíkur og samsetningar til þess að passa að maður líti nógu vel út, sé ekki of mikið og ekki of áberandi þessir veiku punktar. Líka bara að vera í binder, það er ekki næs. Hvað þá þegar maður er eins og ég með kvíða og bakvandamál og ætlar svo að fara að fá sér að borða. Og borðar svo of mikið! Ég hef lent í því að vera í partýi í binder, ég fékk mér nokkrar pizzusneiðar og svo varð ég bara að fara inná bað og klæða mig úr því það var svo mikill þrýstingur. Þannig jú þetta hefur allt áhrif, á andlega og líka líkamlega líðan. Ég hlakka til að geta verið beint í baki núna aftur. Mamma segir að núna hafi ég enga afsökun lengur til þess að vera ekki beint í baki.
Sko, ég flakka mikið á milli og er með mjög ákveðna ímynd. Það er svosem óhjákvæmilegt að hafa einhverja staðalímynd. Og yfirleitt þegar maður sér kynsegin fólk þá er því úthlutað kvenkyni við fæðingu, mjótt, hvítt og mjög kynlaust (e. androgenus). Ég er, hvað varðar líkamsbyggingu, ekki mjög petit. Þá hugsa ég stundum með mér að ég verði þá að vera meira karllægra. Eins og maður þurfi að sanna fyrir samfélaginu að maður sé nógu trans. Passa sig að mála sig ekki en samt smá svo það sé svona kúl. Þetta er bara alger vítahringur. En á sama tíma er fólk allskonar. Kynsegin fólk er allskonar og það er engin ein rétt eða röng leið til þess að vera maður sjálfur svo maður þarf svolítið bara að hafna því öllu þegar það kemur upp.
Í gegnum árin hef ég alltaf sett mig í það hlutverk sem ég tel að ég eigi að vera í, þó það láti mér ekki endilega líða neitt vel. Allt til þess að sýna að ég passa inn í samfélagslegar væntingar. Þegar ég var unglingur gerði ég það með því að mála mig svaka mikið og með því að fara í kjóla og eitthvað svona, þó ég fílaði það ekkert það mikið. Eftir að ég kom út fór ég svona alveg á hinn bóginn. En núna, eftir að ég hef fundið mig meira og er orðið svona sjálfsöruggara þá segi ég bara fokk it. Ég er eins og ég er og mér er alveg sama um hvað samfélagið segir að sé rétt eða rangt.
Ég keypti mér dálítið retró 80s skyrtu um daginn sem er akkúrat í pínu uppáhaldi núna. Ég er mikill sökker fyrir skyrtum, ég á allt of margar skyrtur. Annars einhverjum svona skemmtilegum munstrum af því að ég leyfði mér það aldrei áður en ég fór að komast í sátt við mig sjálft. Þá var ég alltaf bara í svörtum bolum og gallabuxum sem er alveg næs, en núna, sérstaklega núna eftir brjóstnámið, þá er ég svo spennt að fara í allar þessar flíkur sem ég á. Sem eru kannski búnar að sitja inni í skáp í tvö ár af því mér fannst þær flottar þegar ég keypti þær en mér leið ekki vel í þeim. En akkúrat núna er það þessi skyrta, I love her.