Verslaðu við Önnu Kristínu hér á Uppskeru Listamarkaði.

— — —

Anna Kristín nálgast tilfinningar, dulspeki, kynferði og kvenleika í gegnum teikningarnar sínar. Hún vinnur mikið upp úr smáatriðum og er undir eilífum innblæstri frá japanskri myndlist og menningu. Hún er á lokaárinu sínu í Willem de Kooning Academy í Rotterdam að læra Illustration þar sem hún blandar teikningu og keramik saman.

“Það sem veitir mér mestan innblástur er að horfa á fólk og eiga samskipti við það. Mér þykir ekkert fallegra né áhugaverðra en mannleg samskipti og hversu einskær og hrá þau geta verið. Fólk og fjöll, brotið landslag og náttúra er það sem heillar mig. List fyrir mér er að draga fram brot í tíma, eitthvað gleymt eða sem maður lítur framhjá í daglegu lífi og leyfa því að staldra við eilíft.”


Myndskreytingar