MYNDAHÖFUNDUR
Alda Lilja
@aldalilja
uppskera-listamarkadur.is

Verslaðu við Öldu Lilju hér á Uppskeru Listamarkaði.

— — —

Alda Lilja er sjálfstætt starfandi teiknari og er búsett í Amsterdam. Alda er fædd og uppalin í Reykjavík, en flutti til Bretlands árið 2015 til að elta drauminn og fara í háskóla, hún útskrifaðist með BA (Hons) gráðu úr Arts University Bournemouth í Myndlýsingu (e. Illustration) þar sem hún útskrifaðist 2018.
Hún vinnur með málefni tengd andlegri heilsu og hinsegin málefni. Hún sækir innblástur í eigin reynslu, en líka með því að hlusta á reynslusögur annarra. Hún hefur lifað með þunglyndi og kvíða stóran part ævinnar og margar teikninganna eru sögur um eigin reynslu. Hún nálgast málefnin með léttum húmor, heiðarleika og mýkt. Teikningarnar eru vanalegar unnar stafrænt, en vinnur líka með efni eins og leir, gouache, og fleira. Plöntur og blóm eru tíðir gestir í myndum Öldu og eru myndlíking um geðheilsu, það sem við vökvum vex og dafnar og geðheilsan þarf stöðuga athygli. Ástæða og drifkraftur myndlistarinnar er að búa til tengingar við fólk og að hjálpa fólki að finnast það séð og heyrt.






Myndskreytingar