Rauða regnhlífin, samtök sem berjast fyrir öryggi og réttindum kynlífsverkafólks á Íslandi skrifar:

Hvað er kynlífsvinna?

Kynlífsvinna er regnhlífarhugtak sem á við alla þá vinnu þar sem markmiðið er að gefa kaupandanum erótíska eða kynferðislega upplifun.

Onlyfans er vefsíða þar sem fólk yfir 18 ára aldur getur haldið utan um lokaðan hóp sem hægt er að rukka aðgang að. Fólk sem er að setja inn myndir, video, texta og fleira fyrir áhorfendur (eða „fans“) sem vilja fylgjast með þér. Kynlífsvinna getur m.a. farið fram á Onlynfans

Í þessum hópi er:

  • fólk sem selur kynlíf innandyra (annað hvort sjálfstætt starfandi eða fyrir brothel/club/agency)
  • fólk sem selur kynlíf utandyra/í bíl
  • fólk sem selur erótískt nudd
  • fólk sem selur myndir af sér nakið eða hálf nakið
  • fólk sem býður uppá bdsm þjónustu svo sem pro-sub eða pro-dom gegn gjaldi
  • fólk sem dansar nakið gegn greiðslu á nektardansklúbbum eða á netinu
  • fólk sem gerir klám og selur það á netinu
  • fólk sem selur erotísk símtöl
  • fólk sem leikur í klámmyndum fyrir klámmyndaframleiðanda

Er kynlífsvinna hættuleg og af hverju?

Þegar einstaklingur ákveður að byrja í kynlífsvinnu eru nokkur atriði sem þarf að huga að. Hættustig fer algjörlega eftir lögum, samfélagslegu viðhorfi og tegund þjónustunnar í hvert sinn. Fólk sem selur kynlíf í eigin persónu er alltaf í mestri áhættu á því að verða fyrir ofbeldi, þær líkur aukast þegar unnið er utandyra. En hætturnar í hverju starfi fyrir sig innan iðnaðarins fara mikið eftir hvaða löggjöf ríkir og munum við því hér fara yfir ólíkar leiðir 

Lög um kynlífsvinnu

Sænska leiðin 

Þar sem löglegt er að selja kynlífsþjónustu en ólöglegt að auglýsa, kaupa, eða hagnast á því. Einnig er ólöglegt að dreifa „klámfengnum“ myndum í tímaritum gegn gjaldi. 

Fólk sem selur kynlíf í löndum þar sem sænska leiðin ríkir og kaup eru ólögleg (eins og á Íslandi) hefur fátt um að velja til að tryggja öryggi sitt. Sá einstaklingur sem kýs að selja kynlíf á Íslandi þarf oftar en ekki að starfa einn. Ef við t.d. viljum vinna saman tvö eða fleiri í einu húsnæði öryggis vegna, eða ef við viljum borga einhverjum til að standa vörð þá gæti vörðurinn, við og samstarfsfólk okkar öll verið ákærð fyrir að hagnast af kynlífsvinnu annarra. Kúnnar eru einnig líklegri til að gefa upp falskt nafn eða upplýsingar, sem gerir okkur erfiðara að kæra þegar við upplifum raunverulegt ofbeldi í vinnunni. Þá hafa lögin enn dýpri áhrif á starfs- og fjárhagsöryggi okkar með þeim hætti að ef lögreglunni grunar að við séum að selja kynlíf, t.d ef við tilkynnum ofbeldi sem við urðum fyrir í vinnunni, þá má lögreglan vakta húsnæði okkar og áreita okkur til þess að handtaka kúnna. Þar að auki, ef lögregla eða leigusalar okkar komast að því að við séum að selja kynlíf (óháð því hvort þið séum að vinna heima eða ekki) þá ber leigusala skildu samkvæmt lögum að rifta leigusamning og vísa okkur út. Ef leigusali fer ekki eftir þeim lögum getur hann verið ákærður fyrir að hagnast á sölu kynlífs. 

Þessi lög skilgreina okkur sem fórnarlömb með lítinn sem engan sjálfsákvörðunarrétt og hafa lítið gert fyrir okkur nema skaðað og sópað undir teppi, lengst úti á jaðri samfélagsins þar sem enginn sér okkur né heyrir í okkur. Samfélagsleg viðhorf spila stórt hlutverk í öryggi kynlífsverkafólks. Samfélagið okkar hefur lært í gegnum mýtur og hræðsluáróður í sjónvarpsefni, bókmenntum, dagblöðum og einhliða umræðu að við séum eins konar undirmenni eða bara hreinlega ekki mennsk, og að ekki beri að hlusta á fólk í kynlífsvinnu því við hljótum að vera að ljúga þegar við segjum að við höfum valið að selja kynlíf. Önnur súr staðreynd sænsku leiðarinnar er að hún samvefur algjörlega kynlífsvinnu og mansal, og gerir lítið sem ekkert til þess að koma í veg fyrir brottvísanir á fólki sem hefur lent á Íslandi vegna mansals, óháð aðstæðum. 

Svo eru aðrar og öðruvísi áhættur þegar kemur að kúnnum undir þessari löggjöf. Fólk sem selur kynlíf en er heimilislaust eða hefur ekki möguleika á að vinna innandyra, og selur því kynlíf á götunni eða í bílum hafa oft mjög lítin tíma til þess að ræða um samþykki, þjónustuna, kostnað og fleiri öryggisatriði áður en sest er inn í bíl vegna þess að kúnnar eru hræddir við að vera séðir og ákærðir fyrir að óska eftir kynlífsþjónustu. Þessar aðstæður skapa einnig meiri líkur á því að kúnnarnir sem enda á að taka áhættuna og koma til okkar finnast ekkert að því að brjóta lög, sem þýðir að þeir kúnnar séu líklegri til þess að vera hættulegir.

Onlyfans er vefsíða þar sem fólk yfir 18 ára aldur getur haldið utan um lokaðan hóp sem hægt er að rukka aðgang að. Fólk sem er að setja inn myndir, video, texta og fleira fyrir áhorfendur (eða „fans“) sem vilja fylgjast með þér. Kynlífsvinna getur m.a. farið fram á Onlynfans

Lögleiðing

Löglegt að selja og kaupa kynlífsþjónustu, en fólk verður að skrá sig hjá ríkinu og vinna á lögbundnum vinnustöðum undir yfirmönnum, annars eru þau að selja kynlíf ólöglega og hætta því á að vera handtekin. 

Nokkur lönd hafa lögleitt kynlífsvinnu, en þar er sjálfsákvörðunarréttur kynlífsverkafólks heldur ekki virtur og gallarnir fjölbreyttir. Í löndum eins og Ástralíu og Hollandi er það ríkið sem ræður hvar, hvenær og hvernig kynlífsvinna á sér stað og það eru strangar reglur um hver getur unnið við þetta. Það gerir það að verkum að fólk sem getur ekki uppfyllt allar kröfur ríkisins en vilja samt vinna eru gerð að glæpamönnum samkvæmt lögum, fyrir að starfa utan löggiltra svæða. Kynlífsvinnandi innflytjendur sem eru ekki með örugga innflytjendastöðu í landinu eru því sérstaklega jaðarsett í löndum sem fylgja lögleiðingu. 

Glæpavæðing

Ólöglegt að selja og kaupa kynlífsþjónustu.

Glæpavæðing kynlífsvinnu, sem ríkir í u.þ.b. 100 löndum víða um heim er hættulegasta löggjöfin þegar kemur að kynlífsvinnu, bæði fyrir kynlífsverkafólk og kúnna okkar. Human rights watch hefur komist að því aftur og aftur, með ítarlegum rannsóknum í mörgum löndum að glæpavæðing gerir fólk í kynlífsvinnu mun líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er nauðgun, rán, líkams árásir eða morð. Þetta ofbeldi rýkir vegna þess að almenningur lítur á kynlífsverkafólk sem auðveld skotmörk sem fá ekki aðstoð frá lögreglunni. Mörg dæmi eru einnig til í þessum löndum um að lögreglan sé meðal þeirra sem ræðst á og rænir fólk í kynlífsvinnu. Í Bandaríkjunum t.d er þekkt meðal þeirra sem selja kynlíf að lögregla fer svo langt að nauðga fólki til þess að hafa sönnun um að þau séu raunverulega að vinna við það að selja kynlíf. Glæpavæðing gerir einnig það að verkum að fólk í kynlífsvinnu hikar við að hafa á sér smokka því lögregla og saksóknarar hafa notfært sér smokka sem sönnunargögn fyrir því að fólk sé að selja kynlíf. Það veldur því að kynlífsverkafólk þorir oft ekki að hafa á sér smokka, af ótta við handtöku, og neyðist þá til að stunda kynlíf án verndar, sem eykur líkurnar á því að fólk fái HIV og aðra smitsjúkdóma. Glæpavæðing grefur stöðugt undan möguleika kynlífsverkafólks til að leita réttar vegna glæpa sem framdir eru gegn okkur. Kynlífsverkafólk í Suður-Afríku sögðust til dæmis ekki tilkynna vopnuð rán eða nauðganir vegna þess að þau óttast þess að vera handtekin, og að reynsla þeirra af lögreglu sé áreiti, niðurlæging og handtökur.

Afglæpavæðing

Engin sérstök lög, né skráning fyrir kynlífsvinnu, kynlífsvinna er meðhöndluð eins og hver önnur vinna, og fólk getur gengið í stéttarfélög og sloppið undan vöktun lögreglu. Mansal og allt tengt þrælahaldi og kynferðisofbeldi er ennþá ólöglegt undir afglæpavæðingu. 

Undir afglæpavæðingu eru enn lög gegn mansali og kynferðisofbeldi. Breytingin er sú að fólk í kynlífsvinnu getur starfað án afskipta frá lögreglu. Sjálfsákvörðunarréttur kynlífsverkafólks er virtur og engin þarf að skrá sig sem kynlífsvinnandi hjá ríkinu til þess að mega vinna við það í friði. Þessi löggjöf er öðruvísi en önnur því þetta er eina löggjöfin sem hefur verið unnin í samvinnu við kynlífsverkafólk. Nýja Sjáland var fyrsta landið til þess að innleiða afglæpavæðingu árið 2003 og hefur það heppnast vel að sögn kynlífverkafólks á svæðinu. Á Nýja Sjálandi er löglegt fyrir alla ríkisborgara eldri en 18 ára að selja kynlífsþjónustu sama hvernig hún er veitt, hvar og hvenær. Réttindi kynlífsverkafólks eru tryggð með atvinnu- og mannréttindalöggjöf. Rannsókn hefur verið gerð um þessi lög og niðurstaðan var frábær. Kynlífsvinna í Nýja Sjálandi hefur ekki aukist síðan 2003 eins og margir héldu að myndi gerast. 90% af fólki í kynlífsiðnaðinum upplifðu að þau fengu atvinnu-, laga-, heilsu- og öryggisréttindi og 64% áttu auðveldara með að neita viðskiptavinum. Það að geta neitað viðskiptavinum er mjög mikilvægt vegna þess að maður á sjálfur að fá að ráða sínum mörkum. Undir glæpavæðingu, lögleiðingu og sænsku leiðinni á fólk almennt erfiðara með að neita kúnnum. Rannsóknin sýndi einnig að 57% sögðu að viðhorf lögreglu til kynlífsverkafólks breytist til hins betra við afglæpavæðingu, því áherslan var ekki lengur á að „bjarga” eða fangelsa, heldur var áherslan að hlusta á fólk og virða þeirra þarfir og réttindi.

Onlyfans er vefsíða þar sem fólk yfir 18 ára aldur getur haldið utan um lokaðan hóp sem hægt er að rukka aðgang að. Fólk sem er að setja inn myndir, video, texta og fleira fyrir áhorfendur (eða „fans“) sem vilja fylgjast með þér. Kynlífsvinna getur m.a. farið fram á Onlynfans

Hvað er Onlyfans?

Onlyfans er vefsíða þar sem fólk yfir 18 ára aldur getur haldið utan um lokaðan hóp sem hægt er að rukka aðgang að. Fólk sem er að setja inn myndir, video, texta og fleira fyrir áhorfendur (eða „fans“) sem vilja fylgjast með þér. Model (meðlimir á Onlyfans sem halda utan um hóp(a) og setja efni af sér þar inn eru kölluð model) á síðunni rukka svo mis mikið fyrir aðgang. Ekkert verð er réttara eða betra en annað og er margbreytilegt eftir aðstæðum. Onlyfans hefur samt nýlega fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að breyta síðunni á þann hátt að erfiðara er fyrir model að fá greitt (t.d var hámarksupphæðin á hversu mikið þjórfé model geta fengið frá áskrifanda í hvert sinn lækkuð, og biðtímin fyrir útborgun breyttist í mörgum löndum frá 7 dögum yfir í 20+ daga). Það hefur orðið til þess að mörg model eru að finna og skapa aðrar síður og öpp til þess að nota í staðin.

Af hverju ekki „vændi“?

Fyrst og fremst var orðið „vændi“ (e. prostitution) samið *um* okkur, ekki af okkur. Á meðan kynlífsvinna (e. sex work) er orð sem við sköpuðum og notum sjálf. Sex work var fyrst notað opinberlega af fyrrum kynlífsvinnandi höfundi Carol Leigh (Scarlot Harlot) árið 1984 því henni fannst orðin sem feministar notuðu á þeim tíma hlutgera fólk í kynlífsvinnu. En það var ekki fyrr en 1987 sem sex work var séð aftur opinberlega, þá í bókinni Sex Work: Writings by Women in the Industry samsett af Frédérique Delacoste og Priscilla Alexander.

Velur fólk kynlífsvinnu?

Raunveruleikinn er sá að kynlífsvinna getur komið sér vel út frá mörgum sjónarmiðum og fólk leitar oft í kynlífsvinnu frekar enn að bugast og brenna út fyrir 2000 kr á tímann. Þröskuldurinn fyrir aðgang er lægri vegna þess að það eru engin starfsviðtöl, engar eða litlar hæfniskröfur eða námsgráður, vinnutíminn er sveigjanlegur og launin há. Þetta er erfitt og krefjandi, en á öðruvísi hátt heldur en 9-5 vinna, sem er einmitt ástæðan fyrir því að mikið af langveiku fólki og fólki með ýmsar fatlanir ákveða að stunda frekar kynlífsvinnu.Myndahöfundur: Alda Lilja

— — —

Leslisti og heimildir:

www.swarmcollective.org/zine

www.urevolution.com/disabled-sex-worker-with-a-chronic-illness

www.swarmcollective.org/blog/the-swedish-model

www.nswp.org/sites/nswp.org/files/The%20Real%20Impact%20of%20the%20Swedish%20Model%20on%20Sex%20Workers%20Advocacy%20Toolkit%2C%20NSWP%20-%20November%202015.pdf

www.sexworkeurope.org/resources/resources-download

www.versobooks.com/books/3039-revolting-prostitutes

www.nswp.org/timeline/event/carol-leigh-coins-the-term-sex-work

www.sexworkeurope.org/icrse-intersection-briefing-papers/feminism-needs-sex-workers-sex-workers-need-feminism-sex-worker

https://www.sexworkeurope.org/underserved-overpoliced-invisibilised-lgbt-sex-workers-do-matter

rootedinrights.org/sex-work-is-a-disability-issue-so-why-doesnt-the-disability-community-recognize-that

www.vice.com/en_us/article/5dzj3q/sex-workers-say-anti-trafficking-raids-are-often-a-guise-to-target-them

www.sexworkeurope.org/news/news-region/icrse-launches-new-resource-collateral-damages-anti-trafficking-laws-and-measures

www.nswp.org/sites/nswp.org/files/sg_to_challenging_nordic_model_prf03.pdf

www.opendemocracy.net/en/beyond-trafficking-and-slavery/decriminalising-sex-work-in-new-zealand-its-history-and-impact/

www.nswp.org/sites/nswp.org/files/20_years_of_failing_sex_workers.pdf

www.belfasttelegraph.co.uk/news/republic-of-ireland/crime-against-sex-workers-almost-doubles-since-law-change-37957334.html

www.hrw.org/news/2019/08/07/why-sex-work-should-be-decriminalized

www.amnesty.org/en/qa-policy-to-protect-the-human-rights-of-sex-workers/


— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Vía mælir með
Heimilisleysi er kynheilbrigðismál