15. desember 2019

I

nú skal skunda
upp á fjallið
og finna innri 

hugurinn léttur
en skrefin þyngjast
brattinn eykst og
lungun svíða
kemst varla lengra
var þó rétt að byrja
vil hætta angur og ótti
sest á lítinn stein

upp þó stend 
og fikra ofar skelf og titra
þori hvorki að 
horfa upp eða niður
skransa 

hjartað 
við það að bresta.
hingað og ekki lengra 
varlega sest á litla nibbu
lími augun saman

hugsa bara núvitund 
anda inn
og 
anda út

og svo
rólega rifa augun
og sjá
víðsýnin til allra átta

þessi fegurð
verð samt  döpur og hugsa til þín 
náttúran mín




II

brött er hlíðin, hæðin bíður hálft er bergið
fætur loga líður illa
lausir steinar sérhver silla

með herkjum er nú kannski hægt að hugsa núna
hringa-nóran haltu velli,
ekki gefast upp í hvelli


hugsunin um vandamálin hætta hvergi
verkjunum ég væli undan
en vá! sérðu sæta lundann

í auðninni á aurnum úti er okkur litur
í fjarska sé ég bleiku fjöllin
fallegu stóru sjarmatröllin

fjær er risa kólgubakki með rok og rytju
eftir stendur eitt og nakið
áður sem var laufi þakið

sé á túni titra bæði tré og runnar
eftir slæman veðurstreng
vindbarin þau eru í keng 

vitlaust veður hlýnun hret og hríðarstormar 
þungir bakkar þámað loft
þruma yfir ansi oft

heimskautin í hættu eru hugsum skjótt
þurfum kannski töfraþulu að kunna
því alla heimsins jökla bræðir sunna

vöknum fljótt því veðrið kallar vindar breytast
banka fast nú baka til
bara áfram sofa vil

bank bank nú er best að vakna strax
bíðum ekki byrjum hér,
baráttan er hafin trúið mér

















— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Ég er hálf íslensk, hálf annað: Hvað er ég?

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Ég yrki til móður jarðar

næsta grein
Hvernig líður þér


Lesa meira um...

Tilbrigði við fjallgöngu I II