18. janúar 2021

Við sátum á skerinu, allar dauðþreyttar. 

Ég horfði niður í skaut mér sem var fullt af minningum. 

Það hafði verið virkilega erfitt að synda alla þessa leið. Ein okkar var við það að drukkna, núna var önnur okkar sem betur fer að halda utan um hana og hugga. Hún var enn með tárin lekandi í stríðum straumum niður eftir líkamanum. 

Enginn okkar horfði tilbaka.


— — —


PÍKA – hugleyðing um píkuna

Þetta svæði, píkan, fyrirheitnalandið í gagnkynhneigðri menningu. Svæðið sem unglingsdrengir geta varla setið kyrrir í skólanum yfir, hvað þá einbeitt sér, fáum við að vita í amerískum táningamyndum. Svæðið sem getur gabbað alla vondu og góðu kallana í James Bond bíómyndunum, svæðið sem fólk borgar fyrir að fá að sjá og horfa á. Svæðið sem heill iðnaður græðir miljarða á að taka myndir af og myndbönd. 

Píkan, mætti maður halda, er átrúnaðargoð hins gagnkynhneigða manns og hefur verið það lengi. 

En við sem eru með píku eigum samt helst ekki að komast þangað, til fyrirheitnalandsins. Þú mátt endilega vera með píku, fara vel með píkuna, snyrta hana og þrífa. Bara alls ekki koma við hana, njóta hennar, tala um hana, syngja um hana eða tjá þig opinberlega um visku hennar – gera hana að átrúnaðargoði eða dýrka hana sem slíkt.

Að rúnka sér og vera með píku er ennþá erfitt fyrir suma að ímynda sér að sé hægt. Að við sem erum með píku vitum sjálf hvað okkur finnst vera gott að gera fyrir píkuna eru dularfull vísindi sem erfitt er að komast til botns í fyrir marga. Konur sem rúnka sér eru btw margar. 

Það eru vissulega nokkrar góðar og mikilvægar raddir sem tala um konur, rúnk og píkuna nú til dags, bæði á almannafæri, í fjölmiðlum og í skólum landsins og það er frábært. Það er ógrynni af svokallaðri vagina-art – píkulist á netinu í dag sem þú getur skreytt heimilið þitt með og píkuhúfur sáum við öll í mótmælum kvenna í bandaríkjunum við kosningu Trump hér um árið. 

Hins vegar er enginn sem teiknar mynd af píku á skólaborðin í unglingadeildinni eða á strætóskýlin. Ef konur syngja eða rappa um píkuna sína og hvað þeim finnst gott að gera við píkuna sína verður það að fréttaefni. Við klæjum okkur ekki í píkunni á almannafæri, við skömmumst okkar ennþá fyrir útferð, píkulykt og guð hjálp mér blóðið sem kemur úr píkunni einu sinni á mánuði.

Bara orðið píka er erfitt fyrir suma að segja upphátt, suma sem geta alveg sagt orðið typpi upphátt. Síminn minn vill ekki einu sinni skrifa orðið, hann heldur að ég sé að meina ‘pína’, honum er alveg sama um typpi. 

Píka er ennþá tabú 2021.

Persónulega langar mig hvorki í keramikbolla með fallega handgerði píku á eða vatnslitaða mynd af píku á veggina heima hjá mér. Mig langar að sjá píku krotaða á strætóskýli, jafnvel frussandi, útaf því þá er píka ekki tabú lengur. 

Enginn er með vatnslitaða mynd af typpi og pung heima hjá sér.
















— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Bergrún Adda Pálsdóttir og Viktoría Birgisdóttir

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Geðheilsa: Pósturinn sem fékk mig til að langa til að labba fyrir bíl

næsta grein
Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir og Bergrún Andradóttir


Lesa meira um...

Rouley (Marily Papanastasatou) og Lára Sigurðardóttir