Einu sinni þekkti ég konu
sem sagði í stórum hópi kvenna:
Ég er sko engin slæðukerling!
Í kjölfarið ríkti þögnin ein um hríð,
um langa hríð.
Þessi kona,
sem ég er að vísu bara málkunnug,
notaði hríðina til þess að hugsa
um slæður og konur
og um það að vera úti í kulda og hríð.
Og hríðin varð konunni til góðs,
henni skildist að slæður verja konur
fyrir kulda og hríðarbyl.
Þessi kona,
sem ég þekki núna að góðu einu,
taldi nýlega slæðurnar sínar
og gladdist því nú á hún
nógu margar slæður
til þess að hrópa yfir stóran hóp kvenna:
Ég er sko algjör slæðukerling!
baráttukonur
afrekskonur,
verkalýðshetjur,
launakonur, láglaunakonur, sjálfboðnar konur,
hvunndagshetjur,
pólitíkur,
pólfarar,
skáld,
mæður, systur, dætur, ömmur, eigineignarkonur
athafnaskáld,
stjórnendur,
sameinendur,
skrifstofustjórar,
ræstitæknar,
prinsessur, skvísur, blómarósir, sætulísur,
samningatæknar,
erindrekar,
forsetar,
fróðar konur,
læknar, ljósur, prestar, dómarar,
fræðingar,
lífskúnstnerar,
listakonur,
bílstjórar,
bensínstöðvakonudagsblómakonur