Uppistand er í sífellu að ryðja sér til rúms sem eitt vinsælasta afþreyingarefni Íslendinga. Það getur þó reynst erfitt að skilgreina þá list sem liggur á bakvið uppistand þar sem uppistandarar nýta sér margvíslega þætti listar í flutningi sínum. Uppistandarar beita rödd og líkama til að koma sögum sínum og hugmyndum á framfæri til áheyranda líkt og leikarar.
Þau þurfa að koma á fót tengslum við áheyrendur og hafa, líkt og tónlistarfólk, lært að tímasetja brandara sína svo þeir fari ekki framhjá neinum. Uppistand er því einhvers konar heillandi samspil gríns og listar sem útskýrir auðveldlega af hverju svo margir flykkjast að því.
Uppistandstríóið Fyndnustu mínar, sem samanstendur af Lóu Björk, Rebeccu Scott Lord og Sölku Gullbrá, hefur vakið athygli margra en tríóið hefur haldið sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum, Iðnó, á Hard Rock Cafe og Kex, en næstkomandi föstudag, 13. desember verður sýning þeirra, Heilögustu mínar, frumsýnd í Tjarnarbíói.
Efni sviðslistakvennanna þriggja fer um víðan völl þar sem þær gera óspart grín af sínu eigin hversdagslífi, ástum og upplifunum. Ég hitti þær nýverið yfir kaffibolla og ræddi meðal annars við þær um mörk húmors, fyrirmyndir sem og þá karllægni sem hefur lengi vel verið viðloðandi í heimi uppistanda:
Lóa: Ég hef alltaf verið hrifin af uppistöndum. Ég hef horft á mörg uppistönd og vissi fljótt að uppistand væri eitt af því sem mig langaði að gera á lífsleiðinni.
Rebecca: Já, ég fór að flytja uppistönd út af Lóu. Ég bauð henni einu sinni að taka þátt í verkefni sem ég var að vinna í fyrir mastersnámið mitt, en verkefnið tengist uppistandi. Ég hafði samt aldrei hugsað: „Ég ætla að verða uppistandari“ — en ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um uppistönd og þvíumlíkt. Eftir verkefnið mitt stakk Lóa upp á því að við þrjár myndum semja okkar eigið uppistand og ég sló til og leiddist þannig inn í uppistandið.
Salka: Já, þessi pæling um að skapa okkar eigin sýningu ýtti mér inn í uppistand. Fyrir það hafði ég svo sem alltaf talið mig fyndna, ég var alltaf að segja brandara og grínast, en að sama skapi var ég alltaf að hanga með gaurum og því fannst mér ég aldrei geta verið „sú fyndna“, því gaurarnir voru alltaf álitnir „þeir fyndnu“.
Þess vegna hafði mér aldrei fundist eins og „fyndnin mín“ skipaði einhvern stóran sess í sjálfsmynd minni. Eftir að ég fór í Listaháskólann lærði ég samt að ég væri fær um að gera hluti sem ég hafði ekkert endilega álitið mig færa um að gera áður; þá uppgötvaði ég að ég gæti nýtt fyndnina mína í eitthvað eins og uppistönd.
Lóa: Sko, mér finnst fremur eins og Listaháskólinn hafi ýtt mér frá húmor. Mér fannst eins og ég þyrfti að vera svakalega pólitísk og skapa frumleg og áhugaverð verk; að ég þyrfti að vera alvarlegur listamaður. Það var ekki fyrr en á síðasta árinu mínu sem hugsaði „Ég er ekkert svo góð í þessu alvarlega stöffi, en mig langar að vera fyndin og láta fólk hlæja“ — þannig af hverju hef ég verið að bæla þeim löngunum mínum frá mér?
Allar: Já, klárlega
Lóa: Kennararnir okkar koma til dæmis ekki á uppistöndin okkar en mæta á listasýningarnar okkar. Ég er ekki að skjóta á þá en svona er þetta bara.
Salka: Nákvæmlega, við viljum fá kennarana okkar á uppistöndin okkar.
Rebecca: Já, ég hef velt sambandi listar og uppistands fyrir mér. Ég tók sjálf master í sviðslistum og lærði „fine arts“ í háskóla og fannst eins og list þyrfti að vera alvarleg. Þess vegna hafði ég aldrei pælt í því að nýta húmor eða sviðsframkomu í list minni. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem ég fór flétta vangaveltum mínum um skil listar og húmors við mastersnámið mitt; eru þetta jafn ósambærileg listform og ég hefði haldið? Er einu sinni hægt að leggja algilt mat á það hvort formið sé merkilegra?
Lóa: Þetta er erfið spurning.
Rebecca: Já, mér hefur ekki ennþá tekist að svara henni.
Rebecca: Ég held að margir horfi á það þannig.
Lóa: Ég held að þessi form þurfi ekki að standa eins andspænis hvort öðru og þau kannski gera. Því hver veit; kannski endum við á að kjósa þátt af Love Island sem besta listaverk 21. aldarinnar? Love Island gætu alveg eins átt meira skylt við samtímann en eitthvað klikkað verk eftir Ragnar Kjartansson.
Rebecca: Stundum finnst mér eins og að hlutir sem eru vinsælir, og birtast fólki á kunnuglegan máta, megi ekki vera álitnir list….ég skil ekki alveg pælinguna á bakvið það.
Lóa: En sko jafnvel þótt við séum allar útskrifaðir listamenn þarf ekki allt sem við gerum að flokkast sem list. Ég var oft að flækja hlutina fyrir sjálfri mér með því að reyna útskýra allt sem ég gerði út frá listrænum forsendum….„Hvernig er þetta svona og af hverju og af hverju ekki?“ Þú veist, allar þessar spurningar sem listamenn þurfa víst að hafa svör við. Mér finnst ég ekki þurfa að pæla í þeim hvað viðkemur uppistandi; uppistand leyfir mér að sleppa takinu á þessum pælingum.
Lóa: Já, í uppistandi þarf ég ekki….
Rebecca: ….að leggja fram einhvers konar rannsóknarspurningu?
Lóa: Já, ég þarf ekki endilega að útskýra eitt né neitt fyrir neinum, þetta er bara gaman. Að vissu leyti ætti ég einnig að tileinka mér þannig viðmót þegar ég skapa annars konar list, þá kannski hætti ég að halda aftur af mér. Það er samt ákveðin uppskrift á bakvið uppistand, þannig það er vissulega eitthvað form ráðandi í því, en mér finnst það ekki eins hamlandi og kannski form sem eru ráðandi í alvarlegri listum.
Salka: Sammála. Það getur nefnilega verið mjög frelsandi að vita hvaða form maður er að vinna með. Þá þarf maður ekki stanslaust að vera að finna upp hjólið til þess að geta skapað eitthvað.
Lóa: Akkúrat, það er hægt að kynna sér uppistands-formið og vinna auðveldlega með það án þess að finna einhverja pressu um að þurfa að læra að brjóta það niður til þess að geta gert eitthvað úr því.
Rebecca: Ég hef persónulega aldrei fundið mig í slíkri aðstæðu eða hugsað „Hvernig næ ég til karlkyns áheyrenda?“. Ég haga efninu mínu bara út frá því sem mér finnst fyndið og ef sá húmor reynist ekki aðgengilegur einhverri ríkjandi karllægni í heimi uppistandsins þá er mér bara alveg sama.
Lóa: Sko, má ég svara? Ég held að brandararnir okkar verði alltaf svolítið femíniskir því þar liggur okkar sjónarhorn, okkar bakgrunnur. Mér finnst við ekki þurfa að endurmeta það sjónarhorn en ég hef reyndar aldrei fundið fyrir neinni pressu um að gera það; við gerum þetta allt bara út frá eigin tilfinningu. Flestir áheyrendur okkar eru samt kvenkyns
Salka: Já, ég held að karllægnin í uppistandinu hafi aldrei haft áhrif á efnið okkar en ég held hún gæti frekar haft áhrif á það hvernig sýningarnar okkar ganga og hvaða athygli við fáum. Flestir áheyrendur okkar eru konur. Karllægnin getur þannig spilað inn í það hversu margir mæta á sýningarnar okkar eða þá hvaða umfjöllun við fáum í fjölmiðlum.
Vía er til dæmis fyrsti miðillinn til að taka ítarlegt viðtal við okkur og Vía er skilurðu femíniskur vefmiðill. Sýningarnar okkar hafa gengið vel en það er enginn að hoppa á það að segja að við séum „nýju“ x, y, z, uppistandararnir, svona í samanburði við það hvað margir eru fljótir að kalla [uppistandarann] Jakob Birgis „nýja“ Ara Eldjárn.
Lóa: Enginn kallar okkur „nýju“ Sögu Garðars.
Salka: Þannig ég held að athyglin sem við fáum sé kannski af öðrum toga en það hefur ekki áhrif á efnið okkar. Okkur fannst líka gaman að átta okkur á því að það væru aðallega konur sem kæmu á sýningarnar okkar. Konur eru skemmtilegir áheyrendur þannig auðvitað finnst mér sú staðreynd hið besta mál. Ég er mjög til í að gera fullt af efni fyrir konur.
Allar: Já, líklegast.
Salka: Þetta er kannski svolítið skrítin byrjun hjá okkur þar sem við byrjuðum allar með uppistand sem hluta af einhverri sviðslist. Fyndnustu mínar varð til út frá mastersverkefninu hennar Rebeccu. Þegar við vorum að vinna í því hugsaði ég aldrei „Núna er ég að fara með mitt fyrsta uppistand“ heldur var uppistandið bara viss þáttur af stærra verkefni. Það virkaði samt vel fyrir mig, það var líka svo sjúklega gaman hjá okkur að við ákváðum að halda áfram að vinna saman.
Rebecca: Ég hafði heldur aldrei látið mig dreyma um að verða uppistandari en við sáum út frá þessu mastersverkefni mínu að það var eitthvað þarna í okkur öllum sem gerði okkur fært að stökkva inn í þessa uppistands-senu.
Salka: Það meikaði bara fullkominn sense.
Lóa: Sko, mig hefur alltaf langað til að verða uppistandari eða þá vinna með grín. Mig langar að skrifa sketsa fyrir sjónvarpið eða skrifa fyndnar bíómyndir, sjónvarpsþætti, vinna við skaupið; ég er með alla þessa basic drauma. Þótt að LHÍ hafi svolítið bælt niður þessa drauma hjá mér þá hefur uppistand alltaf verið eitthvað sem mig langar að gera.
Ég hugsaði oft um að verða fræg og verða samþykkt. Ég held samt að þetta snúist rosalega mikið um það að koma sér inn í senuna á réttum tíma og við erum að fara okkur svolítið hægt inn í hlutina. Mér finnst það samt allt í lagi þar sem mig langar persónulega að verða virkilega góð í einhverju áður en ég verð fræg fyrir það. Maður þarf ekki að verða einhver súperstjarna um leið.
Salka: Uppistand er klárlega iðja sem þú þarft að stunda. Hlutirnir geta oft gerst mjög hratt á Íslandi; uppistandarar geta mætt inn á senuna, orðið rosalega vinsælir á einni nóttu, og farið strax að birtast á öllum miðlum með sýningar vikulega. Mér finnst eiginlega meira næs hvað við höfum gefið okkur meira rými til að átta okkur á því hvað við viljum gera með þetta áður en við mætum af fullum krafti.
Lóa: En það er svolítið það sem karlkyns vinir mínir vilja að ég geri… að ég fari í þetta af fullum krafti og stefni hærra, auglýsi meira. Þeim finnst ég vera að halda aftur af mér og ég held að vissu leyti að þeir hafi rétt fyrir sér; samt stend ég á báðum áttum með þetta.
Vil ég taka mér tíma og reyna að vera góð í einhverju áður en ég kem fram eða ætti ég að drífa mig í því að markaðsetja mig á fullt, skapa tengslanet, tala við alla hina uppistandarana og bjóða þeim á sýningar? Þetta er alveg rosaleg vinna. Kannski er ég eitthvað óörugg því ég veit ekki hvort ég trúi nógu mikið á sjálfa mig til þess að vera nógu vinsæl og góð í því sem ég er að gera.
Lóa: Ég veit það ekki… því að sama skapi litum við framhjá þessari óöryggistilfinningu og bara gerðum þetta; sköpuðum sýningar. Við vorum ekki eitthvað að undirbúa okkur í þrjú ár áður en við frumsýndum fyrstu sýninguna okkar.
Salka: Stundum hugsa ég að sumir karlmenn ættu að vinna aðeins meira í efninu sínu áður en þeir stökkva upp á svið, ég hef séð nokkra þannig karlmenn. Samt getur það líka verið góður eiginleiki hjá þeim að láta bara vaða….ég veit samt að þessi eiginleiki finnst ekki bara hjá körlum, öll kyn geta búið yfir honum. En karlmenn virðast samt hafa þetta…
Rebecca: …sjálfsöryggi til að láta bara vaða?
Salka: Já einmitt, það er náttúrulega mikið tal í samfélaginu um karllæga og kvenlæga eiginleika og það að við teljum almennt stereótýpíska karllæga eiginleika vera jákvæðari en þá kvenlegu… en auðvitað er bara almennt ekkert jákvætt við það að við séum að kynja einhverja ákveðna eiginleika. Æ, ég veit ekki… svona kynjakerfi er náttúrulega ekki hagstætt fyrir neinn.
Lóa: Það fer eftir ýmsu… Ég tala mikið um lífið mitt og allar þær skrítnu hugmyndir sem ég fæ um það og panikka jafnvel yfir… Þú veist… er hjónaband í alvörunni svona? Af hverju laðast ég að gaurum sem eru vondir við mig og af hverju finnst mér það heitt? Þetta eru í rauninni allt hugmyndir sem gætu verið notaðar til að semja mjög lélegt ljóð. Ég held samt að það að vinna með þessar hugmyndir í uppistandinu mínu hjálpi mér að ná betur utan um þær.
Rebecca: Ég tala líka rosalega mikið um lífið mitt. Ég tala til dæmis um samband mitt við foreldra mína og um gaurana sem ég hef deitað; ég geri grín af þeim en líka mér fyrir að hafa deitað þá. Mér finnst líka gaman að gera bara einhverja fyndna hluti, eins og þegar ég flyt erótískar sögur um Jeff Bezos.
Salka: Já ég byggi uppistandið mitt líka á athugunum úr eigin lífi. Margt af því sem ég tala um er byggt á atvikum sem mér fannst hræðileg þegar þau áttu sér stað. Núna hef ég samt ákveðið að líta á þau í nýju ljósi og nýta þau í mína observational kómedíu.
Og sko, út frá raunum mínum og þeirri ákvörðun um að nálgast þær öðruvísi þá veit ég að margar konur geta verið, og eru fyndnar, og hafa möguleika á að vera góðar í uppistandi. Ég náði að breyta næmni minni og meðvirkni í húmor; og ég held að fólki finnist það fyndið og tengi við það að heyra hlutina sagða í skýrara ljósi. Fólk tengir við það að þurfa að díla við skrítnar hugsanir eða tilfinningar.
Lóa: Mér finnst ég samt ekki hafa neitt skynbragð á það hvort ég sé relatable eða ekki….ég hef ekki hugmynd um það hvort efnið mitt sé relatable. Ég er með þennan brandara, sem ég hef ekki sagt í einhvern tíma, um klám þar sem pabbi er að hanga með krakkanum sínum… nei, veit ekki.
Rebecca: Það er mjög fyndinn brandari.
Lóa: Stundum segir fólk við mig eftir sýningar: „Vá, þú elskar að láta fólki líða óþægilega, þú ert ógeðsleg“…þannig, ég veit ekki hvort efnið mitt sé relatable.
Rebecca: Ég held nú að húmorinn þínn sé það Lóa. Þú talar oftast um hluti sem fólk er að hugsa en vill ekki endilega viðurkenna að það sé að hugsa um. Þess vegna láta þau eins og þetta sé „ógeðslegt“.
Salka: Ég meina, þegar Lóa segir hluti eins og: „Oh, ég vil bara vera heit“... það er relatable.
Lóa: Já, það er líka það sem ég vil. Ef ég lít framhjá öllu öðru, hvað þrái ég mest? Að vera heit.
Salka: Það sem mér finnst eiginlega áhugaverðast við þessa spurningu er að oft þegar ég er uppi á sviði finnst mér ég vera í karakter, þannig að það sem ég segi er oftast ekki lýsandi fyrir það sem mér finnst í alvörunni. Maður ýkir upp einhverjar skoðanir, en þessar skoðanir eiga sér þó alltaf einhverja hliðstæðu í raunveruleikanum.
Lóa: Ég held það megi djóka með allt, æ er það ekki bara svona heimspekilega niðurstaðan í þessu? En svo er það hvort manni langi að grínast með allt, það er annað mál. Það er bara mín skoðun.
Rebecca: Það veltur rosalega á því hvernig farið er að þessu. Ég man eftir að hafa átt í þessum umræðum eftir að ég sýndi mastersverkefnið mitt. Eftir sýninguna tók ég við spurningum í panel og þurfti að svara ýmislegum spurningum. Einhver spurði mig hvort það mætti segja nauðgunarbrandara í uppistandi.
Ég hafði sjálf sagt einn í mínu setti en passaði að framsetja hann þannig að hann væri út frá sjónarhorni sem væri ekki triggerandi eða dómhart. Þannig jú, ef það ætti að flokka brandara minn þá var þetta vissulega nauðgunarbrandari. En punchline-ið í brandaranum var ekki það að fólki væri nauðgað. Mér finnst þannig útfærsla sérstaklega truflandi því hún getur auðveldlega triggerað þolendur. Og það er ekki fyndið, bara leiðinlegt.
Lóa: Mér finnst að ófyndnir brandarar ættu að vera ólöglegir.
Rebecca: Satt, ef þú ert ekki fyndinn, plís ekki tala.
Salka: Það hefur alltaf verið einhver umræða um það hvað megi grínast með og hvað ekki. Það eru endalausar umræður um þetta á netinu. Ég held samt að vissir hlutir verði alltaf tabú í uppistandi og það verða alltaf einhverjir aðilar sem segja ófyndna brandara. Það kemur mér stundum á óvart hvað sumir geta lagst lágt, en þessi skoðanamismunur á húmor hefur alltaf verið til staðar.
Lóa: Það eru allir með svo brjálæðislega mismunandi húmor. Þú getur hitt heilan vinahóp úr Grafarvogi og þeim finnst Gillz vera fyndnasti gæji í heimi og þeir eru að fara að æla þegar þeir hlusta á uppistandið okkar eða þú veist kannski hlæja þeir af einum eða tveimur djókum en finnst við samt skrítnar. Ég meina, það mun alltaf vera einhver sem finnst nauðgunarbrandari ófyndna karlkyns uppistandarans fyndinn, en ég held að sú staðreynd hætti að koma málinu við á einhverjum tímapunkti.
Lóa: Nei, það held ég ekki.
Rebecca: Ég hef mínar skoðanir á því en ég gæti aldrei sagt hlutlægt: „Húmorinn þinn er lélegur“. Mér má samt finnast hann ógeðfelldur.
Lóa: Þetta snýst allt um smekk. Stundum er kúkabrandari fyndinn og það er ekki hægt að hunsa það.
Salka: Ég held að fólki finnist uppistand bara svo heillandi og þess vegna sé það svona upptekið af því, sem og almennt húmor. Ég meina, að vita til þess að einhver geti staðið upp á sviði og verið sjúklega fyndinn? Auðvitað höfum við skoðanir á þessu. Ég man til dæmis þegar ákveðinn uppistandari var sakaður um kynferðisbrot; mér fannst ég mjög svikin. Ég var hrifin af efninu hans en ég meina, ég saknaði í rauninni bara persónunnar sem hann skapaði í uppistandinu sínu. Þess vegna held ég að fólk eigi oft erfitt með að aðskilja þessa persónu sem við sjáum á sviði og persónuleika og gjörðir uppistandarans sjálfs.
Salka: Já, en samt getur aldrei orðið fullkominn aðskilnaður. Af því ég sem manneskja verð ég alltaf að geta staðið með efni uppistands míns.
Rebecca: Já, því svona hljóðar oft vörnin hjá þeim sem semja hatursfulla brandara. Þeir segja „Vó, vó, vó, þetta er bara brandari, getiði ekki tekið djóki?“ En þú veist OK, þú sagðir þetta samt uppi á sviði, undir eigin nafni með ljóskastara framan í þér. Það er ekki eins og þú sért leikari, efnið þitt er aldrei fullkomlega aðskilið þér. Við erum ekki að fara með efnið okkar í ró og næði heima hjá okkur; við segjum fólki að koma að sjá okkur og heyra hvað við höfum að segja.
Salka: Fólk verður að átta sig á því að, jú vissulega skapar uppistandarinn vissa persónu fyrir uppistandið en uppistandarinn verður samt að vera fær um að svara fyrir sig.
Lóa: Ég meina, hatursorðæðra er alltaf hatursorðræða, það er bottom line-ið.
Salka: Þú verður að geta staðið með brandaranum þínum eftir að sýningunni lýkur. Ef einhver kæmi upp að mér eftir sýningu og segðu mér að brandari minn um alkóhólisma hefði móðgað hann, þá gæti ég alltaf útskýrt hann og staðið þannig með honum.
Lóa: En ég meina síðan erum við ekki ennþá það frægar að það sé líklegt að einhver taki það að sér að skrifa brandarana okkar niður og láta þá líta illa út. Hver veit, kannski kemur einhver á sýninguna okkar og ákveður að skrifa grein um það að „Lóa kafi djúpt ofan í stereótýpur um að asískir karlmenn séu með lítið typpi og mér finnst það móðgandi“ Og þá væri ég örugglega fucked, en við erum ekki frægar ennþá þannig.
Salka: Ef það myndi gerast þá þyrftum við bara að díla við það.
Rebecca: Já, og þá gætum við aldrei sagt: „Þú ert bara of heimskur til að fatta brandarann!“ Ég myndi allavega aldrei segja það en það virðist vera vörnin sem er oftast notuð.
Lóa: Hausinn á mér er eins og hafragrautur. Við töluðum um svo margt á svo skömmum tíma
Salka: Yolo