Í þætti vikunnar ræðum við mörk þegar kemur að „kynlífssenum“ í kvikmyndum. Margar frægustu senunar eru vægast sagt vafasamar, og ef maður lítur aftur í kvikmyndasöguna má finna margt óþægilegt sem fer yfir mörk. Við kíkjum á 16 Candles, James okkar Bond (sem þarf á mikilli sálfræðihjálp að halda), The Wedding Crashers og fleiri gamlar og „góðar“. Þátturinn kemur með risa TW á allt sem við tölum um, nema í byrjuninni þegar við ræðum gallabuxnatísku, það er nokkuð öruggt.