18. janúar 2021

Þræðir

I.

hraður snerill

undir húð

þegar ég smokra mér 

í leirbað

snákar strengja

yfirborð

ég fatta að ég er komin heilan hring

baðsystur staðsetja sig

á þriðja og fjórða bandi

syndi þvert á

sker í gegnum tímalögin




II.

ég er ekki sítrónu sorbet

ég er ekki þarmaflóra

skref skref skref

þurr húðin

ég er ekki þurr húðin

ekki kona

ekki þurr húðin augun stírurnar

sem stara á mig

konuna

skref skref skref




III.

kali kveikir í skurðpunktinum

og svo hlaupum við yfir öskuna

tröðkum niður leirinn

myndum hnit með hófunum

línurit

bufflarnir og ég

IV.

sannleikur og blekking

eru ekki alltaf andstæður

heldur hliðstæður

systraþræðir

vefa klæðin og hverfa






V.

gavotte

er endir

hlutleysi

og svo

upphaf

bláæðar

svo

slagæðar

framvegis

VI.

teygi úr mér

á svölum í hanoi

hugsa

ég hef verið hér áður

ég er komin heilan hring

eitt rautt þak eitt grænt

nokkrar hvítar dúfur







— — —

Myndir eftir Herdísi Hlíf eru fáanlegar hér á Uppskeru listamarkaði.













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Stefanía Emils og Theódóra Listalín

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir og Bergrún Andradóttir

næsta grein
Eva Sigurðardóttir og Silla Berg


Lesa meira um...

Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir og Sunneva Kristín Sigurðardóttir