18. janúar 2021

Hvað viltu vera þegar þú ert orðin stór? 

Þessa spurningu kannast eflaust margir við og hafa eytt miklum tíma í að hugleiða. Sem ungt barn voru skilaboðin alltaf sú að ekkert væri ómögulegt og aðeins þyrfti kjark til að láta drauma sína rætast. Ég man að ég vildi sjálf verða söngkona-og dansari einsog Britney Spears, en svo líka rithöfundur og leynispæjari einsog krakkarnir í SpyKids. En þeir draumórar visnuðu með tímanum, aðallega útaf praktískum ástæðum – hvar ætti ég svo sem að sækja um sem leynispæjari og hvaða menntun myndi ég þurfa að hafa? 

Það er alveg dásamlegt að spyrja leikskólabörn að þessu en þá heyrir maður hin ótrúlegustu svör ,,Ég ætla að vera búðarkona, læknir og kanína‘‘ og þá helst allt á sama tíma. Það er ekkert sem virðist ómögulegt á þessum aldri og allir vegir færir. Með þroskanum komast börn lengra inní hið svokallaða kynjakerfi og er það ótrúlegt hvað þau eiga til að detta inní kynhlutverkin snöggt, sama hvað foreldranir reyna að ala barnið upp kynhlutverkalaust. Þá reynist erfiðara en áður að stíga inní feril sem hefur fáar eða engar fyrirmyndir af sama kyni og barnið sjálft. Ég get ekki svarað því hvenær ég sjálf áttaði mig á að sumt myndi reynast mér erfiðara afþví ég væri sem stelpa en ég man eftir vonbrigðunum þegar ég fattaði að ekki voru allir vegir mér jafn færir og ég hélt í upphafi. 

En þar sem kynjakerfið er svo djúpt inní mænu okkur þá er erfitt að koma auga á það og ómögulegt benda til nákvæms orsakasamhengis. En ennþá er hin almenna hugmynd sú að strákar eigi að vera harðir og stelpur mjúkar. Dæmið gengur samt strax ekki upp því að það er fullt af fólki sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunar. 


Það er hægt að sjá þetta á svört-hvítu þegar það kemur að menntun. Í Háskóla Íslands þar sem flestir stúdentar á landsvísu eru, er stór meirihluti stúdenta í hjúkrunarfræði kvenkyns og yfir höfuð á Heilbrigðisvísindasviði en á móti kemur á Verk-og Nátturuvísindasviði er merihluti stúdenta karlkyns. Hægt er að sjá frekari dæmi um þetta í Tækniskólanum en þar eru nemendur meirihluta karlkyns líka. Í húsasmíði hafa tæplega 8000 manns útskrifast í heildina og þar af minna en 50 konur, að sama skapi hafa 165 einstaklingar útskrifast úr skipastjórn og þar af aðeins 5 konur. Þess má þó geta að reynt er að minnka kynjabilið í þessum greinum með átökum einsog #Kvennastarf og námskeið sérstaklega ætlað ungum stelpum í forritun. Augljóslega eru engin þessara starfa mikilvægari en hin, öll eru þau nauðsynleg fyrir íslenska menningu og efnahag, sérstaklega hjúkrunarstörf á tímum heimsfaraldurs. En það er athyglisvert að hin svokölluðu ,,kvennastörf‘‘‘ eru að meðaltali metin lægra til launa. Þá er vitnað í aðra kynjamýtu sem afsökun fyrir því – að konur séu ekki nógu duglegar að biðja um launahækkanir afþví þær eru ekki eins ákveðnar og karlar, og ef þær eru ákveðnar þá er þær bara leiðinlegar frekjur. 

Það er auðvitað ekkert við þessi störf í sjálfu sér sem er kynjað, það var ekki einhver aðili sem ákvað að flokka störf eftir kynjum og banna öðrum að taka þátt. Þetta er kerfi sem hefur þróast yfir kynslóðir og viðhelst af fólki sem græðir á kerfinu, en langt mest þó á hvað kynjakerfið er sterkt og umvefur okkur algjörlega. 

Það þarf að muna að það er alltaf meiri innan-kynjamunur heldur en milli-kynja munur, svo sé ekki minnst á fólk sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunar. Ef við neitum fólki fyrir störf eða gerum það erfiðara fyrir þau að komast áfram að starfinu, vegna fyrirfram ákveðna skoðana þá erum við að missa af miklu. Kynjuð störf hjálpa engum og heftir framferð samfélagsins. Í betri heimi þá ætti engin að þurfa að upplifa vonbrigðin að kyn þeirra minnki möguleika þeirra að velja feril, hvort sem það er sem hússmiður, spæjari eða hjúkrunarfræðingur. Við öll getum rýnt í okkar hegðun og staðalímyndir og reynt að henda þeim út ef þær gera okkur ekkert gagn. Við erum öll miklu flóknari, dýpri, einstakari en staðalímyndir og blæðum alltaf út fyrir kynja-boxið sem okkur hefur verið steypt í. 

— — —

Tölfræði var sótt af Kvennastarf.is og hægt er að sjá frekari tölfræði inná Kvennastarf
— — —

Myndir eftir Stefaníu Emils eru fáanlegar hér á Uppskeru listamarkaði.

— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
fyrri grein
Rouley (Marily Papanastasatou) og Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Ástæður fyrir ungar konur til að flytja út á land (atvinnutækifæri eru ekki ein þeirra)

næsta grein
Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir og Sunneva Kristín Sigurðardóttir


Lesa meira um...

Stefanía Emils og Theódóra Listalín