18. janúar 2021

*English below*

— — —

Straumhvörf

Veturinn hafði lagst yfir allt með frosti sínu. Það var allt staðnað. Engin hreyfing á einu né neinu. Meira að segja fossarnir bifuðust ekki. Það var enginn og ekkert. Hljóðin höfðu líka orðið frostinu að bráð. Þannig var það lengi. Líklegast of lengi. Svo lengi að það var erfitt að taka eftir breytingunni. Svo smávægileg var hún. Eins lítil og einn sólargeisli sem nær að brjótast í gegnum allt. Skýin og veturinn sjálfan. Geislinn sem beinir hlýju sinni á frosið vatnið. Nær þó ekki að skína lengi þar sem allt dregur fyrir aftur. Allt er betra en ekkert. Sama hversu hverfult það er. Vatnið finnur fyrir hitanum og leyfir sér að draga andann á ný.

Uppgufunin var eins og uppgjöfin. Lítt áberandi og sást ekkert alltof vel með berum augum en þó fullkomlega á mynd. Þetta var enn ein sönnunin fyrir því að myndavélin skynjar allt. Hún finnur fyrir orkunni sem aðrir sjá ekki. Myndavélin mun alltaf finna falda bauga og skynja innra ástand augna. Þar sem þau hafa alltaf endurspeglað það sem raunverulega er rétt eins og linsan. Stundum myndast jafnvel straumþungi sálarinnar. Straumurinn sem fer úr því að vera lygn yfir í að vera jafn þungur og blý. Þá jafn stjórnlaus og lífið sjálft. Stjórnleysið byrjar innst, á botninum, og tekur sér alltaf sinn tíma að nálgast yfirborðið. Það gárast alltaf síðast. Verandi til þess að innri ólgan er ósýnileg. Hún er hulin fyrir allt og öllum. Spennan magnast saman án þess að fá útrásina sem hún þarf. Hún staflast endalaust upp þangað til að eitthvað þarf að láta undan. Oftast er það frostið efst. 

Ísinn brotnar alltaf að lokum. Sólargeislarnir ná að verma allt. Straumurinn er líka svo linnulaus að allt molnar í sundur. Leysir loksins allt úr læðingi. Verandi til þess að uppgjöfin gufar upp með öllu öðru. Endurspeglast meira að segja í geislum sólarinnar á leiðinni upp. Ís verður að vatni. Vatn verður að gufu. Gufan sameinast andrúmsloftinu sem er andað djúpt inn. Blásið út. Inn og út í eintómri hringrás sem hefur fundið sinn farveg. Eins og straumþungi og hvörf vatnsins. Það finnur alltaf sinn veg. Eins og allt annað í þessu lífi.





— — —













[ljósmyndirnar að ofan eru fáanlegar hér á Uppskeru listamarkaði, en fleiri myndir eftir Evu Sigurðardóttur eru einnig fáanlegar hér.]





— — —


Changing tides

The winter had planted itself on top of everything with its frost. Everything was at a standstill. No movement anywhere. Not even the waterfalls made a sound. There was nothing and no one. The sounds had also become prey to the biting frost. This seemed to go on for an eternity. Probably for eternity too long. So long it was almost impossible to detect the change. The microscopic change that took place. Kind of like one of the sun’s beams who is able to make its way through everything. The clouds and winter himself. It’s the ray who beams on the frozen water. Only for a short while before everything becomes clouded again. Anything is better than nothing. No matter how fickle it is. The water feels the heat and allows itself to take a deep breath again. 

The vaporization was as subtle as the submission. Nothing the eye could catch but something which could be photographed. Acting as just another reminder there is nothing the camera can’t sense. It feels the energy the rest can’t see. The camera will always find the well-hidden dark circles and feel what is hidden inside the eyes. As they have always reflected what really is as the lens does. Sometimes even the current of the soul is captured. The current changes from being calm into being as heavy as lead. Becoming as out of control as life itself. The lack of control starts on the inside, at the bottom, and always takes its time to reach the surface. It’s always last to show any sign of a storm raging underneath. Making the storm invisible. To everything and everyone. It keeps growing without getting any refuge. Endlessly charging until something has to give. Most often it’s the frost.

The ice cracks eventually. The sun’s rays shine on everything. The current also ruthlessly breaks apart anything that’s left. Unleashing everything hiding underneath the surface. Even the submission vaporizes with everything else. It is even mirrored in the beams on the way up. Ice becomes water. Water becomes vapor. The vapor weaves itself into the atmosphere which is inhaled deeply. Exhaled. Inhaled and exhaled in a repeating cycle which has found its course. Just as the tides will always change. Water always finds its way. As does everything else in this life. 













— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir og Sunneva Kristín Sigurðardóttir

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Dropinn sem meitlar steininn

næsta grein
Rouley (Marily Papanastasatou) and Lára Sigurðardóttir


Lesa meira um...

Eva Sigurðardóttir og Silla Berg