hraður snerill
undir húð
þegar ég smokra mér
í leirbað
snákar strengja
yfirborð
ég fatta að ég er komin heilan hring
baðsystur staðsetja sig
á þriðja og fjórða bandi
syndi þvert á
sker í gegnum tímalögin
ég er ekki sítrónu sorbet
ég er ekki þarmaflóra
skref skref skref
þurr húðin
ég er ekki þurr húðin
ekki kona
ekki þurr húðin augun stírurnar
sem stara á mig
konuna
skref skref skref
kali kveikir í skurðpunktinum
og svo hlaupum við yfir öskuna
tröðkum niður leirinn
myndum hnit með hófunum
línurit
bufflarnir og ég
sannleikur og blekking
eru ekki alltaf andstæður
heldur hliðstæður
systraþræðir
vefa klæðin og hverfa
gavotte
er endir
hlutleysi
og svo
upphaf
bláæðar
svo
slagæðar
framvegis
teygi úr mér
á svölum í hanoi
hugsa
ég hef verið hér áður
ég er komin heilan hring
eitt rautt þak eitt grænt
nokkrar hvítar dúfur
Myndir eftir Herdísi Hlíf eru fáanlegar hér á Uppskeru listamarkaði.