14. október 2020

Kórónuveiran er fyrirbæri sem hefur áhrif á okkur öll, forréttindi geta hvorki forðað okkur frá smiti né stjórnað því hversu alvarlega við veikjumst af henni. Veiran beitir hvorki manngreiningarálit né sér húðlit, kynvitund eða kynhneigð. Hún ræðst vissulega á efnahagskerfið (sem ég ætla ekki að taka fyrir því við erum öll meðvituð um það nú þegar) en veiran ræðst ekki persónulega á einstaklinga vegna einkenna þeirra eða samfélagsstöðu. Þar sem samfélagsstaða er vítt hugtak langar mig að bera saman veiruna við nokkrar útvaldar samfélagsstöður sem finna má í íslensku samfélagi

Ein þeirra er að vera vinafá manneskja sem veldur því að vegna heimsfaraldursins einangrast  þú óþægilega mikið sama hvort þú sért í eðli þínu einfari eða hvort þér líki almennt vel að eyða tíma með sjálfum þér eða ekki. 


Eldri bogarar á hjúkrunarheimilum eru einnig í stöðu sem ég giska á að fæstir myndu kjósa sjálfir. Hjúkrunarheimilin eru undirmönnuð, fólkið fær ekki nægar heimsóknir og ofan á það eru umönnunaraðilar sviptir brosi sínu vegna álags, sem þeir nota gjarnan sem sitt helsta verkfæri til að sýna hlýju og velvild. 

Jaðarsetning hópa af erlendum uppruna eykst gjarnan, því nú hefur fólk gjarnan meiri tíma á alnetinu en áður og erfiðara er fyrir þetta fólk að flýja rasísk ummæli. Það getur ekki hitt fólkið sem það vill taka utan um og ræða hlutina við — þetta fólk hættir að treysta samfélaginu og lokar sig af. 

Hinsegin fólk hefur ekki sömu tækifæri og áður til þess að upplifa og kynnast sjálfu sér, hvað þá öðrum í sömu sporum? Tækifærum til að tala einlægt í eigin persónu um ástina, sem við öll upplifum, fækkar. 

Fatlaðir einangrast enn fremur þar sem aðgangur er takmarkaður nú þegar og nú fækkar samkomum í aðkomuhæfum húsum enn frekar. Svo ekki sé minnst á að hingað til (fyrir faraldur) hafa stofnanir verið í stökustu vandræðum með að gera undanþágur eða að sníða umhverfi að einstaklingnum.

Nú þekki ég nokkra fatlaða einstaklinga sem upplifðu höfnun og skilningsleysi þegar þeir óskuðu eftir að til dæmis nám og námsumhverfi yfir sniðið að þeirra líkamsbyggingu.

Einstaklingur óskaði eftir að fá að taka þátt í kennslustundum í gegn um fjarbúnað en því var hafnað en hvað gerist þegar aðstæður breytast þannig að ófatlað, andlega heilbrigt fólk verður fyrir barðinu á aðstæðum sem það ræður ekki við svo þurfi að laga aðstæður og umhverfi að þeim? Aðstæðurnar eru lagaðar og nú er fjarbúnaður inni á öllum stofnunum? 

Fólk í áhættuhópum leggur allt sitt traust á að almenningur sjái sig og muni að hver sem þú mætir geti tilheyrt þeim hópi, því þó að þú eigir kannski á minni líkum að veikjast alvarlega, þá gildir það ekki um manneskjuna sem þú tróðst þér framfyrir í röðinni í Bónus. 

Samfélagsstaða okkar hefur áhrif á hvernig við sjáum þennan vágest sem nú herjar á heiminn með þeim afleiðingum að hann speglar okkur sem manneskjur í leiðinni.

Það má sjá í þessum pistli, hlutlægari gerist hann ekki. Ég er ekki vinamörg, ég er heilbrigðisstarfsmaður, ég er hinsegin, ég er fötluð og ég er lituð. Ég kýs ekki að tjá mig út frá sjónarhornum og einstaklingum sem ég þekki ekki nægilega til og hér er því mitt sjónarmið á samfélagsstöðu og veiruna. 

Bestu kveðjur,

Steinunn Anna.

— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
fyrri grein
Flokk till you drop

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Nauðgunarmenningin og samfélagsleg goggunarröð

næsta grein
Alþjóðlegur femínismi: Femínismi fyrir öll, líka Mið-Austurlenskar konur


Lesa meira um...

COVID-19: Veiran og samfélagsstaða