Í þessum þætti fjöllum við um geimverumyndirnar þrjár, Alien (1979), Signs (2002) og Arrival (2016). Einnig tölum við um myndirnar District 9, Bird Box, A Quiet Place, The Thing (1982) og War of the Worlds. Díana deilir með okkur martröð sem ásækir hana endurtekið og Sjöfn rifjar upp söguþráð Avatar (2009) og af hverju hún er alveg eins og ákveðin Disney mynd.
Bergrún vill biðja aðdáendur Alien afsökunar fyrir að slátra myndinni í endursögn og reiða sig of mikið á Wikipedia um þemu og söguþráð.