Í þessum þætti spjöllum við um birtingarmyndir okkar á samfélagsmiðlum. Hvernig setjum við okkur sjálfar fram og hverjar eru fyrirmyndirnar? Eru sjálfsmyndir valdeflandi? Í hverju felst vald konunnar yfir eigin líkama? Díana fer yfir birtingarmyndir kvenlíkamans á Instagram úr meistararitgerð sinni „Táknmyndir kynþokkans: frá Marilyn Monroe til Kim Kardashian – um aukna sjálfsmiðlun einstaklinga á samfélagsmiðlum og meðvitaða og ómeðvitaða sjálfshlutgervingu á líkama og persónu í kjölfarið“
Meðal þess sem við nefnum eru kenningar Erving Goffman um sviðsetningu sjálfsins, Eddu Falak áhrifavald, nýfrjálshyggju, grein Þorgerðar Einarsdóttur í Eilífðarvélinni (ritstj. Kolbeinn H. Stefánsson), Rosalind Gill, Lauru Mulvey, Hugmyndafræðileg stjórntæki ríkisins eftir Althusser, sjálfsmyndir og hvað virkar best á instagram.