Í þættinum ræðum við birtingarmyndir feitra (kvenna) í dægurmenningu. Það kannast flest ef ekki öll við neikvæðar hugsanir um líkama sinn, oftar en ekki vegna þess að hann er „of mikið“ eða „ekki nógu“. Við ræðum þráhyggju samfélagsins gagnvart þyngd, kerfisbundna mismunun, feita í dægurmenningu og okkar eigin reynslu af megrunarmenningu.
Mælum með Samtökum um líkamsvirðingu og að hætta að fylgja bara grönnu fólki á instagram.
Ef þig langar að senda okkur hugleiðingu eða athugasemd má hafa samband á instagram @birtingarmyndir eða í emaili birtingarmyndir@gmail.com.