Hverjar eru þessar lesbíur? Eða hinsegin konur almennt og hvernig birtast þær í dægurmenningu? Í þættinum fer Sjöfn yfir sögu kvikmynda um konur sem elska konur… og svo komum við allar út úr skápnum.
Minnumst meðal annars á kvikmyndirnar Die Büchse der Pandora, Mädchen in Uniform, Desert Hearts, Color Purple, Fried Green Tomatoes, But I’m á Cheerleeder, hlaðvarpsþættina Veröldin hans Walts á RÚV.
