Þegar flest sem ekki eru íslensk eru spurð hvað þeim finnist um Ísland þá má búast við því, eftir að búið er að fara yfir svör varðandi Game of Thrones og ferðamál, að einhver útgáfa af orðinu jafnréttishyggja komi upp. Staðreyndin er sú að Ísland er stolt af stöðu sinni sem norrænt land og því að sjá öllum íbúum sínum fyrir jafnrétti, rétt eins og stærri nágrannarnir, Noregur og Danmörk. Jafnrétti gætir þó ekki á milli mismunandi landsvæða á Íslandi. Mögulega er eðlilegt að sýna höfuðborgarsvæðinu meiri viðleitni en landsbyggðinni í landi þar sem mikill hluti íbúa er búsettur á höfuðborgarsvæðinu, vegna ýmissa þátta sem hafa misjöfn áhrif. En það gerir það þó að verkum að mörg eru skilin eftir úti í kuldanum, þá sérstaklega þeir nemendur sem velja að flytja ekki á höfuðborgarsvæðið og að reyna frekar fyrir sér í þeirri miklu flóru háskóla sem er að finna á landsbyggðinni, eins og til dæmis á Ísafirði, á Hólum og á Akureyri. Það hefur líka áhrif á fjármögnun þessara skóla, sem Menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á.
Síðustu ár hefur ákveðið trend skapast þar sem fleiri nemendur hafa sótt í þessa landsbyggðarskóla. Samkvæmt opinberum tölum frá Háskóla Íslands, þá hefur fjöldi nemenda í Háskóla Íslands dregist saman frá 14.422 árið 2012 í 13.333 árið 2020. Á sama tíma hafa farsæl verkefni, líkt og mastersnám í Haf- og strandfræðastjórnun við Háskólaseturið á Vestfjörðum og mastersnám í Heimskautarétti við Háskólann á Akureyri, átt sinn þátt í að auka fjölda alþjóðlegra nemenda, samhliða aukningu innlendra nemenda við skólana. Samkvæmt því sem rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólfur Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi, hafa umsóknir til skólans tvöfaldast yfir undanfarin ár. Þrátt fyrir þessar umbreytingar, varðandi bæði fjölda og lýðfræði skólans, hafa breytingarnar ekki endurspeglast í fjárframlögum til skólans. Þetta hefur skapað erfiðleika fyrir nemendur sem sækjast eftir menntun utan höfuðborgarsvæðisins. Sem dæmi um slíkt tilvik má nefna Davíð Atla Gunnarsson frá Húsavík sem útskrifaðist með meðaleinkunina 9.38, sem var hæsta einkunin í hans árgangi. Honum var samt sem áður neitað um skólavist í Háskólanum á Akureyri sumarið 2020. Á þeim tíma sagði hann „Ég hef verið að hringja fram og til baka og það eina sem þau segja er að þetta sé mikilvægt og þau biðjast afsökunar og benda alltaf á það við ríkissjóð að þörf sé á meiri fjármunum.“ Árið 2020 sóttu 309 nemendur um að sækja nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Samkvæmt Vísi þá átti upprunalega að hleypa 120 að, en 30 sætum var bætt við þegar Menntamálaráðuneytið tilkynnti í júní 2020 að búið væri að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í háskólanám. Það fjármagn mætti hins vegar greinilega ekki þörfum Háskólans á Akureyri þar sem rektor telur að það þurfi 600 milljónir aukalega til að mæta flóðbylgju hæfra umsækjenda.
Persónulega, höfum við báðir stundað nám við Háskólann á Akureyri í nokkur ár. Annar okkar hefur setið starfsmannafundi skólans í nokkur ár sem fulltrúi laganemenda og fyrir LÍS á fundum háskólaráðs. Upplifanir hans af þeim fundum fá okkur til að draga það í efa að meginreglan um jafnrétti sé eitthvað sem Menntamálaráðuneyti hafi í huga þegar kemur að fjárframlögum til þeirra stofnanna sem reknar eru á vegum ráðuneytisins.
Þetta hefur orðið til þess að við höfum orðið vitni að því að deildir innan skólans eru ekki með nægilegt starfsafl sem veldur því að núverandi starfsfólk neyðist til að vinna of mikið. Það eru ekki allir nemendur sem eru færir um að flytja frá heimabæjum sínum og til Reykjavíkur, sérstaklega þegar boðið er upp á sístækkandi háskóli í nágrenninu og á meðan fjárhagslegar afleiðingar COVID-19 hafa varanleg áhrif á sparnað og auð.
[Myndin hér að ofan, Kaffi eftir Elías Rúna, er fáanleg hér á Uppskeru listamarkaði.]
Vöntun á skilningi í garð Háskólans á Akureyri bitnar ekki aðeins á starfsfólki skólans, heldur einnig á nemendum hans. Nemendur vilja bestu menntun sem völ er á, og að okkar mati, erum við mjög heppin sem það duglega starfsfólk sem vinnur við skólann þar sem þau eru að kenna fleiri kúrsa en vanalega til að mæta aukinni eftirspurn. En þegar nemendur heyra að Háskólinn á Akureyri sé að vaxa hratt en að fjármagnið sé ekki til staðar, fara nemendur að hugsa að mögulega hefði borgað sig að taka áhættuna og sækja um í Háskóla Íslands. Þetta hugsa nemendur þrátt fyrir erfiðleikana sem geta fylgt því þar sem flutningarnir gera það að verkum að nemendur þurfa að búa fjarri fjöslkyldum sínum og framfærslukostnaður þeirra er hærri. Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórnin tryggt stöðugan straum fjárframlaga til ákveðinnar menntastofnunar. Sem nemendur, og hvað varðar annan okkar, sem ríkisborgari, þá hræðir það okkur að ríkisstjórnin geti mögulega verið að mismuna stofnunum sem hafa sannarlega sett jákvætt mark á menntun á Íslandi í dag.