Úr heimi móður: Minna af flestu nema sjálfsrækt

11. febrúar 2021

Höfundur:
María Ólafsdóttir
   

Kæra móðir. Þér sem finnst þú aldrei vera að gera nóg. Ég get nærri fullvissað þig um að þú ert að gera nóg. Stundum jafnvel aðeins of mikið. Þar með er ég ekki að gagnrýna þig heldur að hrósa þér fyrir allt það frábæra sem þú gerir. Ég á vinkonu sem hrósar mér reglulega fyrir að vera svo dugleg með börnin mín. Henni finnst t.d. magnað að ég nenni að leyfa þeim að hjálpa mér að baka svona litlum með öllu því havaríi því sem fylgir. Sjálfri hugsa ég ekki út í þetta og finnst þetta bara eitt af því sem ég geri með börnunum mínum. En það er alltaf notalegt að fá hrós og fyrir mömmur sérstaklega að fá hrós fyrir hversdagslega hluti. Líka að fá hrós sem mamma jafnvel þó að hlutverkið sé sjálfgefið.

Gæti verið ráð að fjarlægast þá hugsun að finnast við aldrei vera að gera nóg og yfirfæra hana á að VERA nóg? Ég á ekki við að njóta stanslaust í hinu blessaða núi. Viðurkennum hér með að það er ekki raunhæft  í erli, veikindum, uppeldi og amstri hversdagsins. Heldur ekki að vera nógu góð mamma, kærasta,dóttir eða vinkona. Einfaldlega að vera nóg fyrir sjálfa þig. Að njóta þín, njóta þíns félagsskapar, blómstra og vaxa innra með þér. Með því að styrkja eigin rætur nærðu betra jafnvægi á orkubúskapinn og getur gefið af þér án þess að klára af tanknum.

Það er persónulegt hver leiðin er og hvaða aðferðum við beitum í þessum orkubúskap. Persónulega finnst mér mannleg samskipti vera lykillinn. Að spjalla, velta upp þönkum, áhyggjum og væntingum. Kasta á milli hugmyndum, gleðjast og hlakka til.

Verum óspör á hrós. Gefum vinkonu klapp á bakið, sendum henni fallegt heilræði sem við fundum á netinu, laumum til hennar súkkulaði af því að hún er frábær mamma. Verum hreinskilin og opin. Hættum að láta eins og allt sé í glimrandi lagi ef það er ekki satt. Um leið og við opnum okkur sjáum við hve margir eru í svipuðum eða sömu sporum. Þá er um að gera að auðvelda hvort öðru svolítið sporin. Það þarf ekki að vera flókið, tímafrekt né kosta mikið.

Gerum minna af flestu nema því að rækta okkur sjálfar og styðja við hvor aðra. Það er greiðasta leiðin að aukinni sjálfshamingju.

Úr heimi móður eru pistlaraðir eftir Maríu Ólafsdóttur, þriggja barna móður af Seltjarnarnesinu.
— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Vía mælir með
Úr heimi móður: Hátíð mildi og sáttar í nánd