Hvernig bitna loftslagsbreytingar á konum?

31. október 2020

Höfundur:
Marta Goðadóttir
Loftslagsprófið

   

Hreyfimynd eftir Sigrúnu Hreinsdóttur fyrir UN Women á Íslandi. 

Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa áhrif á allt líf á jörðinni. En þær bitna á okkur á ólíkan hátt eftir því hvar við búum, stöðu okkar og kyni. 

Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á líf þeirra sem búa í fátækari ríkjum heims en þeirra sem búa til dæmis á Íslandi. Það sem meira er, þær hafa ríkari áhrif á líf kvenna en karla, sérstaklega þeirra sem búa á dreifbýlum svæðum fátækari ríkja. 

Víða hafa stöðugir þurrkar og hækkandi hiti haft gríðarleg áhrif á lífsviðurværi og afkomu fólks og ógnað þeim framförum sem hafa átt sér stað í fátækari ríkjum heims. Aukin tíðni náttúruhamfara á borð við flóð, aurskriður og fellibyli hafa haft skelfileg áhrif á líf og lýðheilsu í fjölda landa, til dæmis á Fiji, Haítí, í Bangladessog Víetnam. 

Eftir því sem skóglendi, ræktarlöndum og öðrum náttúruauðlindum sem veita fólki lífsviðurværi fækkar eykst samkeppnin um auðlindirnar. Skorturinn ýtir undir átök, en í dag búa tveir milljarðar jarðarbúa við ófrið í stríðshrjáðum löndum. Aldrei hafa jafn margar manneskjur verið á flótta en 80 milljónir hafa flúið heimili sín, þar af 80% þeirra vegna náttúruhamfara, fæðuskorts og hungurs. 

Mynd frá UN Women.
Mynd frá UN Women.
Mynd frá UN Women.
Mynd frá UN Women.


En hvernig kemur kyn málinu við?

Vegna bágrar stöðu og skertra réttinda kvenna eru konur 70% þeirra sem búa við sárafátækt í heiminum. Úttektir og rannsóknir UN Women tala sínu máli.

1 af hverjum 5 konum á flótta hafa þurft að þola kynferðisofbeldi

konur eru allt að 14 sinnum líklegri til að deyja af völdum náttúruhamfara en karlar

Stúlkur á hamfarasvæðum eru rúmlega helmingi líklegri til að detta úr námi og enn eru 32 milljónir stúlkna ekki í skóla

Konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatökur í neyð

Í friðarviðræðum eru konur aðeins 6% samningsaðila á heimsvísu

Konur eru 80% þeirra sem starfa í fataiðnaði og flestar þeirra búa undir fátækramörkum


Útrýming fátæktar og menntun kvenna er grunnforsenda þess að hægt sé að snúa við þeirri skelfilegu þróun sem áhrif loftslagsbreytinga hafa í för með sér. Sé ekki tekið mið af þessum veigamiklu þáttum, munu aðrar framfarir á sviði loftslagsmála ekki duga til. Byrja þarf á byrjuninni og veita öllum kynjum öll þau réttindi sem aðeins helmingur mannkyns hefur haft frá örófi alda.

Því gefur augaleið að baráttan gegn loftslagsbreytingum er nátengd og órjúfanleg baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna. Þekking er sterkasta vopnið í baráttunni gegn bæði loftslagsbreytingum og kynjamismunun.

Ef þú vilt læra meira um áhrif loftslagsbreytinga á konur og stúlkur þá hvet ég þig til að taka prófið hér!

Ljósmynd eftir Önnu Maggý.
Ljósmynd eftir Önnu Maggý.


Marta Goðadóttir,
Kynningarstýra UN Women á Íslandi


Hreyfimynd eftir Sigrúnu Hreinsdóttur fyrir UN Women á Íslandi. 


— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Vía mælir með
Af kynjuðum áhrifum hamfarahlýnunar: Áhrif á konur í hnattrænu suðri