Komin í heiminn
segjum við
Eins og það sé ekkert mál
að komast hingað
Flóð
gáttir
opnast
Hjartað
hvolfist
Einhvers staðar á leiðinni
helltist hún yfir þig
Heltók
bragðið
á tungunni
Síðan er hún
í kjarnanum
Sölt
og beisk
síðan þá
Mundu eyrun
Hallaðu undir flatt
svo vatnið komist út
Hlustaðu
á upphafið
í niðurfallinu
Á hverri aðventu
kaupi ég dagatalskerti
brenni af
Samviskusamlega
sérhvern dag
ýmist of mikið
eða of lítið
Aldrei
Alveg
Akkúrat
samt bregst það ekki
að einn af öðrum
fuðra dagarnir upp