fbpx
18. janúar 2021

I

Komin í heiminn

segjum við

Eins og það sé ekkert mál

að komast hingað

II 

Flóð

gáttir 

opnast

Hjartað 

hvolfist

III

Einhvers staðar á leiðinni

helltist hún yfir þig

Heltók

bragðið

á tungunni

Síðan er hún 

í kjarnanum

Sölt

og beisk

síðan þá






— — —





Úrhelli

Mundu eyrun

Hallaðu undir flatt

svo vatnið komist út

Hlustaðu 

á upphafið 

í niðurfallinu






— — —





SKAMMDEGI

Á hverri aðventu
kaupi ég dagatalskerti

brenni af
Samviskusamlega
sérhvern dag

ýmist of mikið
eða of lítið

Aldrei
Alveg
Akkúrat
samt bregst það ekki
að einn af öðrum
fuðra dagarnir upp














Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Rouley (Marily Papanastasatou) og Lára Sigurðardóttir

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með


næsta grein
Rouley (Marily Papanastasatou) and Lára Sigurðardóttir


Lesa meira um...

Rouley (Marily Papanastasatou) og Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir