mamma á nokkra daga eftir ólifaða
kannski vikur
hún á mörg ár að baki
en ekki nógu
fyrir nokkrum mánuðum var hún að fagna
grunlaus um hvaða fréttir vorið bæri
nú segir hún
föl í sjúkrarúmi
heyrðu, veistu
ég skil ekki
afhverju eyddi ég svona mörgum tímum
öllum mínum betri árum
hugsunum
og orku
og sólsetrum
og tækifærum
og snjódögum
og ferðalögum
og kaffiboðum
í að velta fyrir mér eigin holdarfari
neita mér og pína
svelta mig og hata
með stakt tár í augunum
veikburða og grönn
hennar mesta eftirsjá
