ég hefði átt að skrásetja allar
kiprurnar
í augum munnum
í minnisbók eða á segl
innan við kipru er blik
þú fórst og ég kom
nærveran
er öðruvísi
krefst einskis
nema nærveru
ég er ég og þú ert þú
segir þú stundum
svo segir þú líka
bara ég og þú
eða
við tvær