Þegar feita gellan grennist e. Blythe Baird

2. júní 2021

Höfundur:
Sjöfn Hauksdóttir
@sjofnh
@sjollipjolli
   
Myndahöfundur:
Eva Sigurðardóttir
@evasigurdar
@evasig__
evasigurdar.com


Þegar feita gellan grennist eftir Blythe Baird

Íslensk þýðing eftir Sjöfn Hauksdóttir

ár sykurlausra gosdrykkja og megrunardeserts

við drukkum vítamínvatn og vodka

skáluðum fyrir að klára grunnskólann og sjáanlegum viðbeinum hverrar annarar

prófuðum megrunarkúra sem við fundum á netinu:

mentól sígarettur, að borða fyrir framan spegil

gefa blóð.

skiptum út máltíðum fyrir önnur áhugamál eins og að flétta blómakórónur

eða falla í yfirlið

ég velti því fyrir mér hvers vegna ég hef ekki farið á túr í marga mánuði og af hverju morgunmatur bragðast eins og uppgjöf

eða í hvaða uppbyggilegu hluti ég gæti eitt tímanum mínum í dag

annað en að gúggla hvað eru margar kaloríur í líminu á frímerki

horfa á americas next top model eins og trúarathöfn

bogra nakin yfir altari mínu, vigtinni, og gráta ofan í tóma skál af cocoa puffs

því mér finnst ég bara sæt þegar ég er svöng

ef þér er ekki að batna ertu að deyja.

sextán ára hafði ég prófað að vera of feit, í yfirþyngd, allt of létt,

offitusjúklingur

þegar ég var barn notaði fólk orðið feit til að lýsa mér

og það móðgaði mig ekki fyrr en ég fattaði að það átti að gera það

þegar ég grenntist var pabbi svo stoltur að hann fór að geyma fyrir-og-eftir mynd af mér

í veskinu sínu

svo létt að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af að ég fengi sykursýki 2

hann sá fréttir í sjónvarpinu um offitufaraldur

segist svo fegin að ég sé loksins að hugsa vel um mig.

Ef þú færð átröskun þegar þú ert grönn fyrir

ertu send á spítala

ef þú færð átröskun þegar þú ert feit

verðurðu innblástur.

Þegar ég fór að hverfa fóru allir að hrósa mér fyrir að vera loksins heilbrigð.

Stelpurnar í skólanum sem yrtu aldrei á mig fóru að spyrja hvernig ég fór að þessu.

Ég segist vera veik

þær segja nei þú ert inspo

hvernig átti ég ekki að elska sjúkdóminn minn?

Af hverju myndi ég nokkurn tíman vilja hætt að vera svöng

þegar anorexia var það eina áhugaverða við mig?

Hversu heppin er ég, núna, að vera óspennandi aftur, á sama hátt og að fara ekki á spítalann er óspennandi

á sama hátt og að horfa á epli og sjá bara epli

ekki sextíu kaloríur eða hálftíma af magaæfingum er óspennandi

ég er kannski ekki eins spennandi og ég var

en ég er allavega hætt að telja

reiknivélin í hausnum er loksins hætt

ég elskaði að drekka vatn á tóman maga

og finna kuldan renna alla leið niður og lenda í tómum brunni

ekki sjúk í að vera tóm en hrædd við að vera það ekki.

ég var stolt af að vera alltaf kalt, líka í heitu herbergi

nú er ég stolt af að hafa hætt að hefna mín á líkamanum mínum

í ár var árið sem ég borðaði þegar ég var svöng án þess að refsa mér

það hljómar fáránlega en djöfull er það erfitt

þegar ég var lítil spurði mig einhver hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór

og ég sagði lítil. Mjó.

When the Fat Girl Gets Skinny

by Blythe Baird 

the year of skinny pop and sugar free jello cups

we guzzled vitamin water and vodka

toasting to high school and survival complimenting each others collarbones

trying diets we found on the internet:

menthol cigarettes eating in front of a mirror

donating blood.

replacing meals with other practical hobbies like making flower crowns

or fainting

wondering why I haven’t had my period in months why breakfast tastes like giving up

or how many more productive ways I could have spent my time today

besides googling the calories in the glue of a US envelope

watching America’s Next Top Model like the gospel

hunching naked over a bathroom scale shrine crying into an empty bowl of cocoa puffs

because I only feel pretty when I’m hungry

If you are not recovering, you are dying.

By the time I was sixteen, I had already experienced being clinically overweight, underweight,

and obese.

As a child, Fat was the first word people used to describe me,

which didn’t offend me until I found out it was supposed to.

When I lost weight, my dad was so proud he started carrying my before-and-after photo

in his wallet.

so relieved he could stop worrying about me getting diabetes.

he saw a program on the news about the epidemic with obesity

says he is just so glad to finally see me taking care of myself.

If you develop an eating disorder when you are already thin to begin with,

you go to the hospital.

If you develop an eating disorder when you are not thin to begin with,

you are a success story.

So when I evaporated, of course everyone congratulated me on getting healthy.

Girls at school who never spoke to me before stopped me in the hallway to ask how I did it.

I say, I am sick.

They say No, you’re an inspiration.

How could I not fall in love with my illness?

With becoming the kind of silhouette people are supposed to fall in love with?

Why would I ever want to stop being hungry

when anorexia was the most interesting thing about me?

So how lucky it is, now, to be boring The way not going to the hospital is boring.

The way looking at an apple and seeing only an apple,

not sixty or half an hour of sit-ups is boring.

My story may not be as exciting as it used to,

but at least there is nothing left to count.

The calculator in my head finally stopped.

I used to love the feeling of drinking water on an empty stomach

waiting for the coolness to slip all the way down and land in the well,

not obsessed with being empty but afraid of being full.

I used to take pride in being able to feel cold in a warm room.

Now, I am proud I have stopped seeking revenge on this body.

This was the year of eating when I was hungry without punishing myself

and I know it sounds ridiculous, but that shit is hard.

When I was little, someone asked me what I wanted to be when I grew up,

and I said “small.”


— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Vía mælir með
Sometimes I wish I was Skinny