Kona er nefnd: 2.6 – Serena Williams og Caster Semenya
Í þessum sérlega langa þætti er fjallað um tvæe konur sem eru íþróttakempur með meiru. Serenu Williams þekkja flest enda stjörnutenniskona til margra ára, en hvernig komst hún þar sem hún er í dag og hvað þarf hún sem svört kona að berjast við á hverjum degi (svarið er rasismi og feðraveldi). Caster Semenya skaust upp á stjörnuhimininn sem hlaupari síðustu ár en hefur þurft að standa í áralöngu stappi við óréttlátt kerfi sem með fordómum og fáfræði ýtir henni út á jaðarinn.