Íslenska mannflóran: 1. Rasismi snertir okkur öll
Í kjölfarið á mótmælunum undir formerkjum Black Lives Matter, sem áttu sér stað í Bandaríkjunum og víða um heiminn í vor, komu margir blandaðir, litaðir eða aðfluttir Íslendingar fram og deildu sinni upplifun af kynþáttafordómum og misrétti hér á landi. Hvað höfum við lært af þessari umræðu? Hvernig hafa mótmælin haft áhrif á skoðanir og skilning okkar á fjölmenningu hér á landi? Í þessum þætti er rætt við Birgittu Elínu Hassell um ástæður þess að hún fann sig knúna til að deila upplifun sinni af kynþáttafordómum á Íslandi. Einnig er rætt við Halldór Halldórsson, Lóu Björk Björnsdóttur og Gunnar Smára Jóhannesson um þeirra upplifun af umræðunni um kynþáttafordóma hér á landi en þau eru öll hvítir Íslendingar.
Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.
Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.