12. mars 2021




mamma á nokkra daga eftir ólifaða

kannski vikur

hún á mörg ár að baki

en ekki nógu 

fyrir nokkrum mánuðum var hún að fagna

grunlaus um hvaða fréttir vorið bæri

nú segir hún

föl í sjúkrarúmi

heyrðu, veistu 

ég skil ekki

afhverju eyddi ég svona mörgum tímum 

öllum mínum betri árum

hugsunum

og orku

og sólsetrum

og tækifærum

og snjódögum

og ferðalögum

og kaffiboðum

í að velta fyrir mér eigin holdarfari 

neita mér og pína

svelta mig og hata

með stakt tár í augunum

veikburða og grönn 

hennar mesta eftirsjá




















— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Nýsköpun: Hugsjónir geta drepið konu

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Sometimes I wish I was Skinny

næsta grein
Black Women in entertainment


Lesa meira um...

Líkamsímynd: Öll stöku tárin