Reykjavík Feminist Film Festival 2021

17. janúar 2021

Höfundur:
Ritstjórn

   

Síðasti dagur kvikmynda hátíðarinnar Reykjavík Feminist Film Festival er í dag, en hún var opnuð þann 14.janúar síðastliðinn með myndinni Port Authority, sem er skrifuð og leikstýrt af Danielle Lessovitz. Hátíðin er haldin í annað skiptið í ár og fer öll fram á netinu. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á kvenkyns leikstjórum, og skapa rými fyrir konur í kvikmyndaheiminum til að tengja og vinna saman. 

Í ár var Halla Kristín Einarsdóttir kvikmyndagerðakona heiðursverðlaunahafi hátíðarinnar og eru sýndar þrjár heimildarmyndir eftir hana, Hvað er svona merkilegt við það (2015), Transplosive (2006) og Konur á rauðum sokkum (2009). Hér að neðan má sjá viðtal við hana sem birtist á vef hátíðarinnar. Auðvelt er að mæla með öllum þremur heimildarmyndumum fyrir þau sem áhuga hafa á jafnréttisbaráttu á Íslandi.





Í ár var jafnframt heimsfrumsýning á nýrri vefseríu sem er framleidd af  Lost Shoe Collective, í leikstjórn Júlíu Margrétar Einarsdóttur. Þar fáum við að fylgjast með hinni hvatvísu Söru og hennar ferðalagi frá Reykjavíkur til Berlínar. Aðeins tekur um klukkustund að streyma öllum þáttunum, og eru þeir aðgengilegir út daginn í dag, en er þá 300 streyma hámark á þáttunum. Við mælum einlægt með þáttaseríunni en persónusköpunin í þáttunum er sérstaklega litrík og fjölbreytt. 

Hægt er að er streyma öllum kvikmyndum hátíðarinnar á heimasíðu hátíðarinnar hér, en hafið hraðann á, hátíðinni lýkur í kvöld!






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Vía mælir með
Er hægt að aðskilja list frá listamanni?