Reykjavík Feminist Film Festival 2021
Síðasti dagur kvikmynda hátíðarinnar Reykjavík Feminist Film Festival er í dag, en hún var opnuð þann 14.janúar síðastliðinn með myndinni Port Authority, sem er skrifuð og leikstýrt af Danielle Lessovitz. Hátíðin er haldin í annað skiptið í ár og fer öll fram á netinu. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á kvenkyns leikstjórum, og skapa rými fyrir konur í kvikmyndaheiminum til að tengja og vinna saman.
Í ár var Halla Kristín Einarsdóttir kvikmyndagerðakona heiðursverðlaunahafi hátíðarinnar og eru sýndar þrjár heimildarmyndir eftir hana, Hvað er svona merkilegt við það (2015), Transplosive (2006) og Konur á rauðum sokkum (2009). Hér að neðan má sjá viðtal við hana sem birtist á vef hátíðarinnar. Auðvelt er að mæla með öllum þremur heimildarmyndumum fyrir þau sem áhuga hafa á jafnréttisbaráttu á Íslandi.
Í ár var jafnframt heimsfrumsýning á nýrri vefseríu sem er framleidd af Lost Shoe Collective, í leikstjórn Júlíu Margrétar Einarsdóttur. Þar fáum við að fylgjast með hinni hvatvísu Söru og hennar ferðalagi frá Reykjavíkur til Berlínar. Aðeins tekur um klukkustund að streyma öllum þáttunum, og eru þeir aðgengilegir út daginn í dag, en er þá 300 streyma hámark á þáttunum. Við mælum einlægt með þáttaseríunni en persónusköpunin í þáttunum er sérstaklega litrík og fjölbreytt.
Hægt er að er streyma öllum kvikmyndum hátíðarinnar á heimasíðu hátíðarinnar hér, en hafið hraðann á, hátíðinni lýkur í kvöld!