þensla
í hamfarabirtu
mætast augu
soltnar sálir
hafa sig hægar
virða fyrir sér
sjónarspilið
skjálftar skekja
innri vitund
er þétt strengd húð
gengur
í bylgjum
rauðar sprungur
brjóta sér leið
víðáttan víkur
fyrir flæði
náttúrunnar
bein gliðna
líffæri hopa
er kjarninn
þenst út
lífsorkan
kvikan
ólgar
er hún rennur um
þröngan farveg
óheflað afl
brýtur sér leið
lýkur
með frumöskri
