Sanna Magdalena er borgarfulltrúi fyrir Sósíalistaflokk Íslands, með BA og MA gráðu í mannfræði. Í BA náminu fjallaði hún í lokaritgerð sinni um hugtakið negri og í meistararitgerðinni sinni um upplifun brúnna Íslendinga af því að tilheyra íslensku samfélagi.
,,Ég er sjálf brún (af blönduðum uppruna). Ég hef mest fjallað um femínisma út frá stétt og húðlit og hvernig ólíkar raddir kvenna sem búa við slæman efnahag hafa verið útilokaðar frá mainstream femínisma í gegnum tíðina og hvernig dökkar konur hafa upplifað femínisman út frá veruleika hvítra kvenna í millistétt.”