fbpx

Skapandi skrif: I & II

19. mars 2019

Höfundur:
Perla Hafþórsdóttir
@perlahafmakeup
   

I

Þú misstir allan sjarma þegar ég fann út hvað þú hétir og fletti þér upp á facebook.


II

Þögnin þín er stöðugt suð í eyrunum á mér.

Ósögð orðin bergmála í hausnum á mér.

Setningarnar sem þú misstir út úr þér hringsólast í kring um mig. Samhengislausar, merkingarlausar, mála þær óreiðukenndar myndir inn í augnlokin.

Stundum í amstri dagsins heyri ég ekki lengur í suðinu og þegar ég opna augun hverfa myndirnar fyrir hversdeginum.

En þegar ég leggst á koddann heldur þú fyrir mér vöku og fylgir mér loks í draumana.







Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: