fbpx
3. september 2019

MÓÐIR:

UMVEFUR ÞIG EINS OG MJÚKAN MOSA,
VERNDAR ÞIG EINS OG HRJÚFT HRAUN.


MÓÐIR:

ÞAÐ ER EKKERT EINS OG
ÁST MÓÐUR,
HÚN ELSKAR SKILYRÐISLAUST.
HÚN FÓRNAR SÉR,
HENNI ER TEKIÐ SEM
SJÁLFSÖGÐUM HLUT,
HÚN GLEYMIST,
HÚN ER NÁTTÚRAN.

móðir

MÓÐIR:

STUNDUM LANGAR MIG BARA AÐ
GRÚFA MIG Í MÓÐURFAÐM,
HEYRA HANA HVÍSLA AÐ
ÞAÐ VERÐUR ALLT Í LAGI.


MÓÐIR:

LYKTIN SEFAR ÞIG,
RÖDDIN DÁLEIÐIR ÞIG,
VERNDARI
BARDAGAKONA.


MÓÐURFAÐMUR:

HVERNIG HÚN STRÝKUR ÞÉR,
SVO LJÚFT EINS OG HLÝ GOLAN.
HVERNIG HÚN ILMAR,
SVO TÆR,
EINS OG ILMUR AF MOLD OG MOSA.
HVERNIG HÚN SKILUR ÞIG
OG GEFUR ÞÉR RÁÐ,
JAFNVEL ÁN ÞESS AÐ SEGJA
EITT EINASTA ORÐ.


MÓÐIR:

SVO HREIN,
SVO TÆR.
HENNAR ÆÐSTA ÓSK
ER AÐ HLÚA AÐ ÞÉR,
OG VEITA ÞÉR SKJÓL.

Verk eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur er hægt að nálgast HÉR.


















Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **
















fyrri grein
Ég yrki til móður jarðar

Mest lesin
Tilveruréttur minn

Mælum með
Kvenleiki: Vald í nýju bleiku ljósi

næsta grein
Ungar athafnakonur: Feminísk leið til að bjarga umhverfinu


Lesa meira um...

Móðir Jörð