fbpx

Ljóð: Vá Ísland

10. apríl 2019

Höfundur:
Harpa Rún Kristjánsdóttir
@harparun90
   
Myndahöfundur:
Eva Sigurðardóttir
@evasigurdar
@evasig__
evasigurdar.com


Nýbökuð
við miðjarðarhafssólargráður

nýstigin
úr síðustu flugferð
fallinnar upphrópunar

finn ég til svolítils
samviskubits
gagnvart grágæsunum

sem greiddu uppsett verð
það sama og alltaf
fyrir flugið þessa leið

koma heim
í grimman apríl
þakinn skafrenningi
og snjó.

Langar ofurlítið
að elta þær uppi
og biðjast afsökunar

á Íslandi.







Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: