fbpx

Ljóð: Þetta er bara svona

21. janúar 2019

Höfundur:
Hólmfríður María Bjarnardóttir

   

Ég fer í hlaupaskóm á djammið í staðinn fyrir að fara í fínum skóm

Því þetta er bara svona

Ég skil glasið mitt aldrei eftir gæslulaust

Því þetta er bara svona

Ég þori ekki að vera í flegnum fötum og dæmi aðra ómeðvitað fyrir það

Því þetta er bara svona

Ég forðast að tjá mig of mikið

Því þetta er bara svona

Ég forðast að taka pláss

Því þetta er bara svona

Ég get ekki gert neitt rétt

Því þetta er bara svona

Ég get ekki alltaf tekið slaginn

Því þetta er bara svona

Og það er orðið frekar þreytt







Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: