Ljóð: Sólargata
Á sunnudögum
sat hún við borðið
og leysti krossgátuna
Jafnvel þegar hún þekkti ekki lengur
börnin sín
sat hún með dagblað og penna
mátaði orð við auða reiti
Tveggja stafa orð
yfir guð
orð yfir sól
orð yfir ryk
Þegar hún dó
lá eftir óleyst gáta
sem enginn getur ráðið
Kunnum bara orðin
sem svífa þvers og kruss
fyrir utan gluggann
guð
sól
ryk
