fbpx

Ljóð: Sólargata

27. febrúar 2019

Höfundur:
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
@jonakristjana
   
Myndahöfundur:
Eva Sigurðardóttir
@evasigurdar
@evasig__
evasigurdar.com


Á sunnudögum
sat hún við borðið
og leysti krossgátuna

Jafnvel þegar hún þekkti ekki lengur
börnin sín
sat hún með dagblað og penna
mátaði orð við auða reiti

Tveggja stafa orð
yfir guð
orð yfir sól
orð yfir ryk

Þegar hún dó
lá eftir óleyst gáta
sem enginn getur ráðið

Kunnum bara orðin
sem svífa þvers og kruss
fyrir utan gluggann

guð

sól

ryk







Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: