Ljóð: Hárprúð

11. apríl 2019

Texta- og myndahöfundur:
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir
@hnjask
   

Hár hennar fellur í stríðum straumum
Niður herðarnar, eftir andlitinu
Sveigir upp að kjálkalínu
eins og lokkar í fjallshlíðum sem skapa áfasta mynd í landslagi þjóðar
Það er heiðbjart ekkert rok engin rigning eins óvanalegt og það gerist
Samt liggur vandi heimsins á herðum hennar
Áhyggjur af heimi
þungi yfir tilveru

Áður en hún fór út í morgun passaði hún að brókin væri symmetrísk
Engar línur féllu á húð eða sæust á rassvasa
Að hárið væri í bylgjum eins og óstírlátt hafið, eins og snjóstraumarnir í Fjallinu
Broshrukkur velkomnar en allt annað forboðið í óraunhæfum kröfum sem fengnar voru í arf
Aldrei pils bara buxur uppháar klíp í kinnar til að fríska, svo út í vinnu númer eitt

Hún hefur áhyggjur af heimi og framtíð
Hvernig kröfurnar hafa skapað eilífan vítahring
Fjallið sést í skrifstofuglugganum en það er fjarlægt, ekki eitt með henni
Það hefur lent í markaðssetningu eins og allt annað
orðið að tákni, að ímynd
eins og hún






— — —


Styrkir þú Vía?

Vía treystir á þitt framlag. Með því að styrkja Vía tekur þú þátt í að halda uppi miðli sem lætur sig jafnrétti og fjölbreytileika varða.

Vía, áður þekkt sem Flóra útgáfa, hefur verið starfandi í 3 ár fyrir gagnrýna lesendur sem langar að kafa undir yfirborðið á marghliða samfélagsumræðu út frá jafnréttissjónarmiðum. Vía hefur frá upphafi fjallað um aðkallandi málefni líðandi stundar og birt fjölda einstakra pistla sem hafa varpað ljósi á ójöfnuð, ójafnrétti, fordóma, íhaldssemi og ofbeldi sem finna má á öllum stigum samfélagsins. Við leggjum áherslu á að upphefja frásagnir þeirra einstaklinga sem valdakerfi fara hvað verst með og valdefla raddir fólks með lifaða reynslu.

Hvert einasta framlag, stórt eða lítið, gerir okkur kleift að halda uppi gagnrýnni jafnréttisumræðu og er ómissandi fyrir áframhaldandi starf Vía.


Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: