fbpx

Ljóð: Fálkagata

28. febrúar 2019

Höfundur:
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
@jonakristjana
   

Það eru þrjúhundruð skref út í bakaríið
ég kaupi alltaf það sama
karamellusnúð og kókómjólk

lykt af hestaskít leggur yfir götuna
þegar ég beygi fyrir hornið
hellist myrkrið yfir

svartur bíll keyrir framhjá
með lík af skáldi
innanborðs







Styrkja Vía


** Kíktu við á Uppskeru, listamarkaðinn okkar **

Lesa meira um...
Mest lesin
Kynferðislegt ofbeldi: Tilveruréttur minn

Nýjast á Vía
Afmælisrit Vía

Flæði: